Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: júlí 2006

sunnudagur, júlí 30, 2006

Að njóta lokadaganna!

Mér finnst ég nýkomin hingað, rétt að byrja að kynnast fólki vel en í dag eru nákvæmlega 2 vikur þangað til ég verð að kveðja alla...það verður mjög erfitt því ég er búin að kynnast svo indælu fólki hér á öllum aldri. Sumir koma með mér heim til Íslands því þeir eru hluti af Snorra West og það er gott mál :)

Síðustu daga (tæpar 2 vikur þ.e.a.s. ...úpps, ætlaði nú að vera duglegri ad blogga en það!) hef ég verið að gera ýmislegt og varla haft tíma til að fara í tölvuna og láta heyra í mér. Ég er búin að brasa ýmislegt með Wöndu, t.d. fengum við mæðgur heim til okkar til að gefa okkur Reiki meðferð! Mjög afslappandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir heima hjá þeim og komast inn í húmorinn þeirra þannig að ég get farið að skjóta á móti þegar Tim er eitthvað að fíflast í mér!! ;)

Sjálfboðaliða vinnan mín er rosalega fín, það heitir "Native Friendship Center" og er eins og dagheimili fyrir krakka á öllum aldri á sumrin á meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Það eru bara strákar sem vinna þar með krökkunum og er spes að upplifa það. Þeir eru mjög skemmtilegir og ég er búin að kynnast nokkrum af krökkunum vel, fékk gælunafn fyrsta daginn...Pinkie Blue, af því að ég var í bleikri peysu og bláum stuttbuxum :) Ég kann bara vel við nýja nafnið mitt. Alla föstudaga fara þau í dagsferð og er ég búin að fara í tvær, vatnsrennibrautagarð og tívolítækjagarð - ekki leiðinlegt það!

Ég er búin að fara nokkrum sinnum í Gimli, sem er einn af gömlu Íslendingabæjunum, fara á ströndina með stelpunum, út að borða, bara hafa það notalegt og gaman. Hnausa Beach er ekki langt frá og þangað er gaman að fara þegar maður vill slappa af í minna margmenni en er á Gimli Beach, synda í vatninu, leika sér í sandinum...ganga í smá barndóm aftur ;) Síðan var okkur boðið í bátsferð á lóni/vatni við Willow Island rétt hjá Gimli þar sem við stoppuðum á tveimur ströndum og fengum okkur vatnsmelónu, fórum í vatnsslag og bara slöppuðum af í sólinni. Ég gæti alveg vanist þessu!

Seinasta fimmtudag fórum við öll með Wöndu og tveimur öðrum í borgina, Winnipeg. Þangað er ca 1 1/2 klst akstur frá Riverton. Þessi tvö sem komu með okkur eru "systkini" tveggja Snorra krakkanna, stelpan heitir Angie og ég fór í búðirnar með henni og vinkonum hennar þannig að þær beindu mér á rétta braut hvað flottar verslanir varðar, útsölur voru enn í fullum gangi þannig að útkoman var fullt af flottum fötum fyrir lítinn pening...loksins!! Ég var farin að efast um að mér tækist að versla nokkuð, miðað við hvernig ég byrjaði!

Eftir verslunarleiðangurinn fórum við og fengum okkur að borða og svo var brunað í karókí í Casino-inu, með lifandi tónlist í stórum sal. Ég var búin að vera afar kokhraust síðan við ákváðum að fara þangað og sagði að allir yrðu að syngja a.m.k. eitt lag...þangað til ég kom þangað og hugsaði - GLÆTAN að ég fari upp að syngja!!! En...Angie hvíslaði að mér að hana langaði pínu upp en samt ekki og mér leið eins þannig að við ákváðum að skella okkur upp saman því annars myndum við sjá eftir því seinna! Þannig að við gerðum það, vorum ein taugahrúga en ótrúlega fegnar að hafa gert það :D Það endaði með því að nánast allir fóru upp og sungu og flesta langaði að syngja meira!! :D Síðan dönsuðum við og skemmtum okkur þvílíkt vel.

Í gærkvöldi kom ég í Gimli og gisti hjá vini mínum á Willow Island, öllum Snorra krökkunum og vinum Angie var boðið í grill og bonfire/varðeld með sykurpúðum og spjalli heim til hennar í kvöld...það er eitt af því sem er mjög algengt hér í Kanada. Síðan kíktum við 5 saman aðeins til Winnipeg Beach sem er ca 15 mínútna keyrsla héðan (og fyrir þá sem fylgjast með þáttunum Falcon Beach á Sirkus þá eru þeir teknir upp m.a. þar). Þar var árlegt fest í gangi með tívolí tækjum og skelltum við okkur í hræðilegasta tækið sem voru tveggja manna básar hengdir utan á stórt stykki sem snerist í hringi og svo snerust básarnir líka í hringi...hratt!! Ég og Bergrún fórum saman og við slepptum okkur alveg og hlógum og öskruðum í bland...bara gaman!

Nýjar myndir eru á leiðinni ;)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mikið að gera, hæg nettenging, frá mörgu að segja...

...ekki besta blandan! En ég geri mitt besta ;)

Ég setti inn nokkrar myndir frá fyrstu vikunni og ætla að setja fleiri bráðlega.

Það var rosalega gaman á Clear Lake, þetta var fallegur staður, paradís á jörð eiginlega, við stórt vatn og við fórum út að borða, fórum á ströndina, í "dinner cruise" þar sem allir klæddu sig upp. Síðan leigði ég mér hjól og fór í hjóltúr út um allt svæðið, það var æði...það byrjaði að helli-helli-helli rigna á mig og ég varð rennandi-rennandi-rennandi blaut...ekki þurr blettur á mér!

Ég fór líka aðeins ein um svæðið til að kynnast fleirum og það var mjög gaman, líka fínt að æfa enskuna betur. Allir voru svo afslappaðir, í fríi, búðir og veitingastaðir út um allt, bátaleiga og margt fleira.

Nú er 3ja vikan byrjuð og allir eru komnir til sinnar fósturfjölskyldu, ég varð eftir hjá minni sem allir voru hjá núna í annarri vikunni..Wöndu, Tim og strákunum þeirra, Brett og Drew. Rosalega fín fjölskylda og mér líður mjög vel hér. Það er rosa gott að hægja aðeinst á sér og taka þátt í sveitalífinu hér, enginn asi, ég lít varla á klukkuna...bara notalegt.

Tíminn verður svo sannarlega fljótur að líða skal ég segja ykkur! Ég ætla að setjast niður við tækifæri og skrifa niður meira til að segja ykkur svo þetta sé ekki alltaf í svona skeyta stíl! :D og svo set ég inn fleiri myndir fyrir ykkur að sjá.

Bæ í bili.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

I sveitinni :)

Eg verd tvi midur ad hryggja ykkur med tvi ad tad eru engar myndir i tetta skiptid :\ Vona ad tid gefist ekki upp a mer. Vid erum buin ad vera mikid a flandri sidustu daga og verdum tad afram tannig ad tad er enginn timi eda orka i ad setja inn myndir. Hinir krakkarnir fara a sina stadi a laugardaginn tannig ad ta haegist adeins um her a bae og um helgina stefni eg a ad setja inn myndir til ad syna ykkur hvad eg hef verid ad bralla hingad til ;)

Vid forum fra Winnipeg a fostudaginn til ad fara i sveitina. Vid forum heim til Wondu i Riverton og komum okkur fyrir, kynntumst manninum hennar og tveimur sonum (eg a eftir ad segja ykkur meira af teim tar sem eg verd her afram i 5 vikur)...tau eru oll rosalega indael. Vid gistum 2 og 2 saman i herbergi, tad var rosalega heitt, fullt af viftum i gangi, opnir gluggar, engar saengur...og bara rosa kosy ;)

A laugardaginn forum vid a risa tonlistarhatid, Folk Festival. Vid plontudum okkur undir tre i skugga og vorum med nesti og teppi. Sidan voru hljomsveitarpallar og solustandar uti um allt og tad var sko alveg haegt ad eyda deginum tar i godu yfirlaeti. Eg sat orugglega i klukkutima a grasinu og hlustadi a eina hljomsveit spila - tad var aedi...allir i rosa godum filing og tetta var trusugod hljomsveit - Son volt minnir mig ad hun heiti...eg verd ad finna geisladiskinn med henni. Madur var ogedslega skitugur og tvaeldur eftir daginn en i finu studi! Eg syni ykkur myndina af tanum a mer naest ;D Um kvoldid forum vid a Viking Inn i Gimli til ad kikja a skemmtanalifid tar og skemmtum okkur rosa vel i pool og a dansgolfinu, tokum m.a. tatt i linudansi um tima og stodum okkur barasta vel :)

Svo erum vid ad njota lifsins her a sveitabaenum inn a milli dagsferda, spiludum poker, forum i fotbolta, eldum godan mat... Framundan er 4 daga ferd um svaedid, vid gistum a yndislegum stad sem heitir Clear Lake, forum a strondina og sitthvad fleira sem kemur i ljos tegar eg kemst aftur i netsamband og get sagt ykkur fra ollu! ;) Tad verdur vist ekki fyrr en um helgina tannig ad tid turfid ekki ad buast vid myndum fyrr en ta...taer koma :)

Bid ad heilsa ykkur i bili.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Jaeja ollsomul...tad er rosalega gaman ad sja ad tid erud dugleg ad kommenta hja mer :) Ta fae eg adeins ad heyra i ykkur hljodid og sja ad ykkur lidur vel.

I dag er fimmti dagurinn, klukkan er rett ad verda 18 og vid vorum a ferdinni i dag eins og hina dagana. Tessi vika fer adallega i tad ad laera adeins um Kanada, stjornarskipulagid, svaedisskipulagid (adallega Manitoba tar sem Winnipeg er). I gaer forum vid i ansi merkilega byggingu tar sem tingid kemur saman og alls konar radherrar hafa skrifstofu. Vid fengum ad fara inn tar sem venjulegir turistar fa bara ad horfa inn og vera fyrir aftan band! Somu sogu er ad segja um spilavitid og vedreidabygginguna!! Ja, tid lasud rett ;) Vid fengum m.a.s. 20 dali til ad vedja a vedreidunum, eg vedjadi 2 dolum a hest sem mer leist vel a og vann 14 dali !! :D Tad tydir bara eitt...meiri peningur fyrir verslunarmidstodvarnar ;) Vorum svo heppin ad lenda a utsolunum...er samt ekki buin ad eyda svo miklu, tvi midur :\ Er vodalega sein i gang eitthvad. En tad er svo sem naegur timi eftir.

Nuna rett a eftir erum vid ad fara ut ad borda med dottur hjonanna og vinkonu hennar...bokstaflega uti, undir berum himni, ad kvoldi til, i bol og stuttbuxum...Ohhh, eg aetti nu ekki ad vera ad pina ykkur meira med godvidrisfrettum!

Sem sagt, allt gott ad fretta - ekkert moskitobit enn (7-9-13), dyragardurinn a morgun tar sem vid faum m.a. ad sja hvitan visund (likurnar a ad teir faedist eru vist 1\milljon!) og a fostudaginn forum vid til Riverton tar sem vid gistum hja Wondu, einum af skipuleggjendunum sem hefur verid med okkur alla tessa viku, oll saman a bugardinum hennar.

Eg lofa ad setja inn myndir fljotlega...lofa, lofa, lofa!

laugardagur, júlí 01, 2006

Winnipeg – eg er komin!

Ta er eg komin til Winnipeg og tad er alveg yndislegt her. Ferdin gekk rosa vel og nadum vid i hopnum adeins ad spjalla i flugvelinni (i 5 klst og 45 min ferd!) og svo i Minneapolis a medan vid bidum i 4 klst a flugvellinum. Eftir tad var um klukkustundar ferd tar sem eg nadi ad spjalla vid einn fra Kanada og sagdi hann mer fra ymsu sem eg aetti ad reyna ad sja.

Mer list mjog vel a alla og held ad okkur eigi eftir ad koma rosa vel saman :) Vid vorum sott a flugvollinn, um klukkan 12 ad midnaetti ad stadartima, sem tydir ca 5 half 6 ad Islands tima! Tannig ad tad var komin pinu treyta i mannskapinn og gott ad komast i sturtu og skrida upp i rum i minu eigin herbergi :)

Eg og onnur stelpa, Signy, erum hja svo indaelum hjonum, Eric og Myrnu, og gistum hja teim i viku. Okkur lidur strax eins og heima hja okkur hja teim. Nu er klukkan rumlega 11 fyrir hadegi og Eric vissi alveg ad okkur langadi til ad skrifa heim ;) A eftir kemur restin af hopnum til okkar og Wanda, ein af teim sem er ad skipuleggja tetta allt saman og su sem eg a eftir ad vera hja 4 sidustu vikurnar, segir okkur fra tvi sem er i vaendum. M.a. veit eg, tvi Eric var ad segja okkur fra tvi, gistum vid 2 naetur i naestu viku vid vatn sem heitir Clear Lake (hljomar ekki illa!) tar sem eru yndislegar gonguleidir og litill baer med litlum verslunum og litlu kvikmyndahusi og fleiru.

Sem sagt godir timar framundan i 25 til 30 stiga hita, stuttbuxum, sandolum og bol (lika a kvoldin!!) :D Eg reyni svo ad lata heyra i mer fljotlega aftur og laet ta vonandi inn myndir lika.