Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: júní 2007

föstudagur, júní 15, 2007

Bloggleysi!

Ekki er bloggdugnaðurinn að fara með mann, það er sko aldeilis víst. Ég hef því barasta ákveðið að kveðja þessa bloggsíðu mína en engar áhyggjur...það eru enn til e-mail og símar og svo er alltaf gaman að kíkja í heimsókn ;)

Kennararnir voru sammála og gáfu mér rosa góðar einkannir, flutningurinn gekk sömuleiðis vel en við pabbi rumpuðum því af eins og ekkert væri! Nú er ég komin á fjórðu hæð í blokk með nýjan meðleigjanda og mér líkar rosa vel hér.

Annars er framundan hjá mér sumar fullt af

*samverustundum með fjölskyldu og vinum;
*hjóltúrum og annarri góðri hreyfingu sem er svo gaman að stunda á sumrin (= mínus frost í lungun; mínus klaki, hálka og slabb; mínus alltaf myrkur) og stefni ég á nokkrar fjallgöngur og fyrsta alvöru langa hjóltúrinn minn með vinkonu minni skiptinema frá Sviss;
*vinna á geðdeildinni sem gengur vel, er mjög krefjandi og krefst þess m.a. að maður líti oft og iðulega í eigin barm og horfist í augu við ýmsa þætti í sjálfum sér sem þarf að fínpússa til að verða betri í vinnunni (úff...maður er víst ekki fullkominn!!);
*Kanadaferð í lok sumars þar sem ég verð í hlutverki leiðsögumanns, kynnis og svo fyrrverandi Snorra sem snýr aftur (Snorri alumni);
*og svo hefst síðasta árið í hjúkrun og hlakka ég mikið til að takast á við það. Eftir það kemur í ljós, er búin að gera smá eftir-útskriftar-uppkast en það er eitthvað sem er bara í dagbókinni minni eins og er ;)

Takk fyrir samfylgdina kæra fjölskylda og vinir, þið hafið verið dugleg að fylgjast með mér hér þrátt fyrir bloggleysi af og til. Ég held áfram að kíkja til ykkar sem eruð duglegri en ég að láta vita af ykkur í bloggheimum. Við heyrumst!

Kær kveðja Ragga.