Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Morgunstund gefur gull í mund ;)

föstudagur, febrúar 29, 2008

Morgunstund gefur gull í mund ;)

Elska svona morgna...

Kannski myndu ekki allir vera sammála því ef þeir hefðu átt svona morgunn eins og ég átti.

En þessi morgunn var svona morgunn sem lætur manni líða eins og klukkan ætti eiginlega að vera meira. Hann byrjaði þannig að ég lét loksins verða af því að endurnýja kynni mín af morgunskokki, fyrstu tvær mínúturnar hugsaði ég náttúrulega "Hvað er ég eiginlega að pæla, maður á auðvitað að vera sofandi uppi í rúmi kl. 6:20 á morgnana...ekki að sjokkera lungun með ísköldu lofti!" en það var fljótt að gleymast þegar ég var orðin vel heit og búin að losa mig við vettlingana og rífa af mér eyrnaskjólið!

Svo náttúrulega fór ég í sturtu. Þessi sturta hefur svona verið smám saman að stíflast síðan í sumar af síða hárinu mínu...og þó það hafi nú styst töluvert þá safnast það nú saman og gefur manni þann lúxus að fá fótabað í leiðinni ;) En núna var þetta aðeins meira en fótabað því það lak beint út á gólf! Þá gat ég nú ekki hundsað stífluna (sem var örugglega eldri en síðan í sumar þegar ég flutti inn) og sótti eina verkfærið sem til er í húsinu sem var sem betur fer akkúrat það sem ég þurfti - skrúfjárn! Fór í hanska, losaði hlífina af niðurfallinu og OJ BARA lyktin og slímið og hárflókinn!! En ég losaði slímhárlubbann og skrúbbaði, meira að segja innan á hlífinni...fékk þokkalega sýklagleraugun á mig.

Næst er það affrysting á ísskápnum...þarf samt eiginlega annað orð...kannski bara ísjakalosun og -brottflutningur!! Það verður í annað skiptið síðan ég flutti inn - getur verið að ísskápurinn sé bilaður??? ;)

En sturtuniðurfallið tek ég bara einu sinni!!!

4 Comments:

At 29/2/08 12:09, Anonymous Nafnlaus said...

Góða daginn ljósið mitt. Það er aldeilis "fjör" hjá þér í morgunsárið!!! En mikið held ég að þú verðir lukkuleg þegar þessum ekki skemmtilegu verkum er lokið.
Ég affrysti minn ísskáp í gær, að vísu ekki klaka-Brynja (systir!) en þetta hefur e-h hluta vegna alltaf verið eitt af leiðinlegustu húsverkum hvað mig varðar, þú hefur sennilega erft þetta gen frá mér elskan, sorry. Eitt ráð í "boði hússins" til að spara þér ergelsi,prófaðu að hafa c.a einn dag í mánuði til að sinna þessu. þáverður það auðveldara! Ég er viss um að þú ert núna mjög lukkuleg að vera búin að þessu tvennu, og resin af deginum verður frábær hjá þér!! 1.000 hlaupárs-bussi, sláðu á þráðinn elskan þegar þú hefur stund aflögu frá öllum önnunum. I LOVE YOU,
Þín mamma.

 
At 8/3/08 08:40, Anonymous Nafnlaus said...

HAHAhahhaha! Thvilikur morgunn! Og Ragnheidur DUGLEGA!

Eg er himinlifandi herna i Togo yfir ad tad se buid ad laga sturtuna mina tar sem eg er buin ad notast vid fotu til ad bada mig sidustu tvaer vikur...

Oll sturtumal leyst synist mer! ;)

Bestu kvedjur
Olga

 
At 9/3/08 10:28, Blogger Unknown said...

Ojj.. niðurfallið.. Ég held að þú sért ekki ein um að finnast þetta óskemmtilegt..

En ég lenti einmitt í frystidrama um daginn þar sem Skarphéðinn er alltaf að opna frystirinn (er undir ísskápunum og í hans hæð) og lokar stundum ekki alveg aftur. Þannig að hann fyllist af klaka og "snjó"! Hann var orðinn ónothæfur og matvælin föst! Við brutum ísinn og losuðum snjóinn. Það var nú heldur betur skemmtilegt eða hitt þó heldur. En það kom ýmislegt í ljós, panna, kex, leikföng og fleira sem minn hafði verið að "geyma" þarna inni! Heldurðu að það sé uppeldi!

En saknaðarkveðjur og margir kossar til þín frá okkur.

 
At 11/3/08 09:13, Blogger Ragga said...

jamm og já...ekki veit ég hvernig ég færi að án sturtunnar, vill ég þá frekar hafa stíflaða sturtu en enga sturtu! Gott að heyra að þín sé komin í lag Olga :)

Það er svo margt spennandi sem hann Skarphéðinn fær að gera! Það er sko þroskandi...kannski ekki alltaf gaman fyrir mömmu og pabba að leysa úr afleiðingunum ;) hehe. Kossar til ykkar :*

 

Skrifa ummæli

<< Home