Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: október 2007

laugardagur, október 27, 2007

Afmæli

Hæ elsku vinir og fjölskylda,
TAKK fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar á miðvikudaginn!
Datt í hug að setja inn eina "uppskrift" að afar fljótlegum og ódýrum "rétti" þegar þið eigið
grænmeti sem er á síðasta degi (brokkolí, blómkál, sveppir, laukur)
túnfisk í dós
kaldar soðnar kartöflur sem þið tímduð ekki að henda
-grænmetið skorið í bita, sett á pönnu við miðlungshita...fyrst laukur, svo hitt.
-Setjið svo kartöflurnar og túnfiskinn út í og kryddið með smá pipar og e.t.v. karrí
-Leyfið að sjatna pínustund saman á pönnunni
-Berið fram heitt með smá kurluðum fetaosti (ég hrærði bara með gafflinum í krukkubotninum)
Kom á óvart ;)
Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisdeginum og eitt video skot! :)

þriðjudagur, október 16, 2007

"Þegar maður hefur tíma" ??

Mamma - takk fyrir skemmtilega og notalega helgi með þér á Akureyri :) Ég setti ekki myndina inn á myndasíðuna!

Gunnar M. G. bróðir minn var að gefa út ljóðabók og hélt alveg hreint meiriháttar ljóðaupplestrarkvöld.

Kári og Karl frændur mínir fóru á helgarnámskeið í blústónlist hjá honum KK sem var á Norðurlandinu að spila hér og þar og alls staðar og var mér boðið á tónleika sem krakkar í tónlistarskóla Hrafnagils héldu með honum KK - sem söng og spilaði á munnhörpu með 5 hljómsveitum sem stofnaðar voru þessa helgi! Þar spiluðu frændur mínir á gítara og stóðu sig svo vel - eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að spila fyrir fullum sal af fólki. Alveg ótrúlega uppörvandi að sjá spilagleðina hjá þeim og það hvað hægt er að framkvæma ef viljinn er fyrir hendi og einskær áhuga á viðfangsefninu! Ég fór sko beint að gítarnum mínum þegar ég kom heim :D

Ég má svo til með að benda ykkur á bloggið hjá henni Olgu vinkonu minni, sem ég kynntist árið sem við leigðum saman í Klettastígnum...við náðum vel saman og ég fíla það sem hún pælir og það hvernig hún pælir alltaf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt :)


Þó þessar málsgreinar virðist úr ólíkum áttum og ekkert sameiginlegt með þeim þá get ég dregið saman í lokin smá "boðskap" sem ég hugsa oft um. Ég vil meina það að maður verði að sinna sínum áhugamálum og hugðarefnum, alltaf - ekki bara "þegar maður hefur tíma". Í öllu þessu er að finna lífsneistann, það sem gerir dagana áhugaverða og spennandi. Maður á að hlúa að því sem maður hefur áhuga á en ekki láta dagana líða hjá í sinnu- og nennuleysi og bíða eftir rétta augnablikinu. Einn og einn "letidagur" í lagi, svona inn á milli. Þeir eru líka nauðsynlegir :)

Ég setti inn nokkrar myndir ;)

þriðjudagur, október 09, 2007

Lagað til á bloggi...

...þýðir bara eitt: er alveg að fara að læra!

Það voru nokkur lög sem virkuðu ekki þannig að ég tók þau út og setti nokkur inn í staðinn. Fyrir þau ykkar sem ekki eruð komin í jólagírinn og búin að halda litlu jól og svoleiðis (hehemmm...) þá bara horfið þið framhjá fallega jólalaginu hennar Celine Dion þangað til þið eruð í þannig stuði ;)

Framundan hjá mér er kór í kvöld í fyrsta skipti eftir sumarið - Jey!! Ég er búin að raula kórlögin í allan morgun :) En nú er best fyrir mig að fara í heimildavinnu og ritgerðarsmíð.

Set inn nokkrar haustmyndir frá blíðunni hér fyrir norðan,
bless í bili - Ragga

fimmtudagur, október 04, 2007

2ja vikna Reykjavíkurmær...alveg að fíla það !

Hæ allir!
Jæja, þá er mín komin aftur...stödd norðan heiða eftir frábæra dvöl í Reykjavík. Hansi og Guðbjörg...tusund tak fyrir að opna heimili ykkar fyrir mér :) Verknámið gekk mjög vel OG ég náði að nýta lausar stundir til þess að eiga rosa góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

Ég náði m.a. að taka þátt í surprise afmæli Evu vinkonu, leika mér í fótbolta og körfubolta með Bigga bóa og frændum mínum, týna sveppi með mömmu í Fossvoginum, sjá mynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, fara á kaffihús og fá mér te með sojamjólk + froðu + kanil (mmm), borða nesti við andapollinn og sleppa naumlega undan ágengni fastagesta þar!, villast á göngu minni í Kópavoginum (klukkutímaganga varð að 3ja tíma göngu), kíkja í Fylgifiska á Skólavörðustígnum (rosa góður fiskur), fara á tónleika með Dikta, Ölvis og Jan Mayen og dansa...auðvitað :), halda smá ræðu á þingi Þjóðræknisfélagsins og halda upp á Litlu Jólin með vinum mínum Stepanie, Héðni og Sindra...

Hehe, já þið lásuð rétt: Litlu Jólin...í september - en ekki hvað? ;) Við ákváðum það áður en ég og Stephanie fórum suður að halda upp á litlu jólin með öllu tilheyrandi, þ.e.: Jólamatur (hamborgarahryggur, gular og grænar baunir, salat, brúnaðar kartöflur og Rósmarín kartöflur, sósa, heimatilbúið Waldorfssalat, piparsósa), Egils Malt&Appelsín, möndlugrautur, möndlugjöf, pakkar, jólatré, jólaseríur og jólalög! Þetta var æði, mæli með því að gera eitthvað svona útúrkú af og til!

Og við virkilega náðum jólaandanum, enda ekki skrítið þegar maður sat við eldhúsborð eftir 4 klst eldamennsku, með hinn fullkomna jólabita í munninum, yndislega vini í kringum sig og öllum fannst ekkert sjálfsagðara en að sitja þarna saman og raula jólalög, og horfa inn í ljósaskreytta stofuna...

Nú sit ég hérna og rifja upp allar góðu stundirnar sem ég átti á þessum 2 vikum og ég bara er svo heppin að eiga svo marga góða að í mínu lífi, get ekki ímyndað mér hvernig líðanin er að eiga engan að! Ég vildi að enginn þyrfti að upplifa það.

Hafið það gott mín kæru og ræktið tengslin ykkar.
Knús, Ragnheiður Diljá.

Ps: setti inn nokkrar myndir ;)
Pss: kíkkíð á þetta! http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338169/7