Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Mikið að gera, hæg nettenging, frá mörgu að segja...

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Mikið að gera, hæg nettenging, frá mörgu að segja...

...ekki besta blandan! En ég geri mitt besta ;)

Ég setti inn nokkrar myndir frá fyrstu vikunni og ætla að setja fleiri bráðlega.

Það var rosalega gaman á Clear Lake, þetta var fallegur staður, paradís á jörð eiginlega, við stórt vatn og við fórum út að borða, fórum á ströndina, í "dinner cruise" þar sem allir klæddu sig upp. Síðan leigði ég mér hjól og fór í hjóltúr út um allt svæðið, það var æði...það byrjaði að helli-helli-helli rigna á mig og ég varð rennandi-rennandi-rennandi blaut...ekki þurr blettur á mér!

Ég fór líka aðeins ein um svæðið til að kynnast fleirum og það var mjög gaman, líka fínt að æfa enskuna betur. Allir voru svo afslappaðir, í fríi, búðir og veitingastaðir út um allt, bátaleiga og margt fleira.

Nú er 3ja vikan byrjuð og allir eru komnir til sinnar fósturfjölskyldu, ég varð eftir hjá minni sem allir voru hjá núna í annarri vikunni..Wöndu, Tim og strákunum þeirra, Brett og Drew. Rosalega fín fjölskylda og mér líður mjög vel hér. Það er rosa gott að hægja aðeinst á sér og taka þátt í sveitalífinu hér, enginn asi, ég lít varla á klukkuna...bara notalegt.

Tíminn verður svo sannarlega fljótur að líða skal ég segja ykkur! Ég ætla að setjast niður við tækifæri og skrifa niður meira til að segja ykkur svo þetta sé ekki alltaf í svona skeyta stíl! :D og svo set ég inn fleiri myndir fyrir ykkur að sjá.

Bæ í bili.

7 Comments:

At 19/7/06 06:04, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullid mitt! Bestu thakkir fyrir upphringinguna i gær. Mikid var gott ad heyra i ther, thu hlytur ad hafA fengid hugskeyti fra mer, orugglega ekki i fyrsta eda sidasta sinn, ef eg thekki okkur mæðgin rett ! Frabaert hvad allt gegur vel, og mikið er nu gaman að sja fyrstu myndirnar ur ferðinni. Eg setti inn sma "comment" við 3 þeirra að gamni. Heðan af Kalda landi" er það helst að fretta að nu kl. 0600 f.h hadegi er solin komin upp, og veðurspekingar "lofa" goðu veðri fram yfir helgi um allt land, svo nu birti yfir landsmonnum, og vonandi hægt að dusta rykið af stuttbuxum og hlyrabolumloksins og leyfa hvitum leggjum að njota sin! Hlakka til næstu fretta af ther elskan. 1.000 bussi, þin mamma.

 
At 20/7/06 21:03, Anonymous Nafnlaus said...

Við fylgjumst með þér dúlla.
knús frá DK

 
At 21/7/06 12:44, Anonymous Nafnlaus said...

Ég fer alltaf niðra bokasafn í tölvurnar til að tekka á þer :) því hún móðir mín er ekki með neitt net. Gaman að þú skemmtir þér og ég er farinn að bíða eftir að þú komir heim. Heyrðu mín gekk ein á sulur í gær :D já já maður er að reyna að koma sér í smá form aður enn maður tekur upp gamla hlaupahopinn ;)

 
At 22/7/06 03:40, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra hvað þú nýtur þín vel ;)
Knús frá Rvk....Steffy

 
At 24/7/06 06:08, Blogger Ragga said...

Vona ad tid faid eitthvad af blidunni hedan, allt stefnir i ad hitamet verdi slegid fyrir juli manud, og ad leggirnir fai ad njota sin mamma ;)

Somuleidis Gudbjorg..knus til baka :)

A Sulur! Tad er ekki ad spyrja ad dugnadinum, Lilja massi :D Hlakka til fyrsta hlaups nynefnda hlaupahopsins okkar :)

Takk Stephanie, knus til tin lika :)

 
At 27/7/06 22:44, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ragga tagga rúsína. Við erum nú loksins búin að fá tölvuna okkar aftur og gaman að heyra að þú skemmtir þér vel. Við söknum þín alveg rosalega og krakkarnir spyrja endalaust um þig og finnst þú búin að vera allt og lengi í burtu. Kiddi Kalli sagði í gær að það væri nú alveg nóg að vera 3 vikur í útlöndunum eins og hann var og fannst þetta bara bölvað rugl í þér að ætla að vera svona lengi. Okkur finnst nú pizzudagarnir asnalegir án þín (ekki af því að þú sért svo skemmtileg heldur bara gamall vani he he :)). Vonum að þú haldir áfram að hafa það gaman hlökkum til að sjá þig rúsínurassgatið þitt höldum áfram að fylgjast með þér.
Knús og kossar frá Fosslandi.

 
At 30/7/06 06:52, Blogger Ragga said...

Bara gamall vani...hmmm...hehe!
Gaman ad heyra fra ykkur rusinurnar minar, eg hringi svo bradum aftur og heyri i litlu skrimslunum minum. Segid teim ad Ragga fraenka sakni teirra rosa mikid og sendi fingurkossa fra Kanada :)tveir teirra til ykkar ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home