Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: desember 2007

laugardagur, desember 01, 2007

Desember

Já...það er kominn desember sem þýðir (NB í síðasta skiptið a.m.k. í bili):
PRÓFATÖRN framundan
sem þýðir: spinning, litlujól með skemmtilegu samstarfsmönnum mínum á geðdeildinni, aftur spinning (valdi mér rétta tímann til að fá æði fyrir því aftur), kvöldmatur með pabba mínum, margar pásur til að hlusta á "bara þetta lag" og "eeee...kannski þetta líka, þetta er svo gott" o.s.frv., lestur, göngutúr í "góða" veðrinu (hríðarbyljir í boði vetrarins), pásur til að lyfta pínu í fínu skólaræktinni - gott til að fá blóðið á hreyfingu eftir "heila" klukkutímasetu (hvert fór þolið sem ég hafði á fyrsta ári???), taka til nesti og brjóta saman þvott fyrir svefninn...
...en bíðið nú aldeilis hæg, hvað með lesturinn...gleymdi ég því? Neinei, hann er þarna einhvers staðar með :)
Jájá, þetta verður búið áður en ég veit af...því er nú verr og miður því einhvern veginn er þessi tími alltaf svo skemmtilegur, ég á svo sannarlega eftir að sakna hans því þetta er SÍÐASTA PRÓFATÖRNIN! ...alla vega í bili ;)
Og í dag kæru vinir er fyrsti desember sem þýðir það að það er 31 dagur eftir af árinu og um að gera að njóta þeirra, taka einn dag í einu og gera hann sérstakan að einhverju leiti. Ég ætla t.d. að kveikja á desember kertinu mínu, sem ég fékk að gjöf, í kvöld áður en ég fer að sofa og ekkert að skamma mig þó að ég fari aðeins lengra en 1. desember...því að ég veit að ég á eftir að gleyma mér og slökkva aðeins of seint ;) Þetta jafnast út seinna í mánuðinum þegar ég gleymi að kveikja á því einhvern daginn :)
Svo var meðleigjandinn minn svo góður að kynna mig fyrir hljómsveit - Antony & the Johnsons - í gærkvöldi, sem ég hef aldrei heyrt í áður og ég setti fyrsta lagið sem hann lét mig hlusta á hér á bloggsíðuna mína - ykkur á hægri hönd.
Hafið það gott í desember - Knús til ykkar allra~