Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: nóvember 2006

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Bara snilld!

Þessi síða sem Olga meðleigjandi minn var að segja mér frá er bara snilld!! :)

www.peekvid.com

Alls konar þættir og fleira sem hægt er að horfa á t.d. Gilmore girls, Friends, Who's line is it anyway, Everybody loves Raymond....

Mjög auðvelt í notkun :)

Kannski ekki rétti tíminn að heyra af þessu núna - svona rétt fyrir próf! Þetta er náttúrulega hin fullkomna afsökun til að taka smááá pásu. En maður ætti nú að vera farinn að geta haft vit fyrir sér og forgangsraða rétt og svona...ekki satt? hmm...


Finnst ykkur ekki gaman þegar þið eruð boðin eitthvert ásamt öðru fólki sem þið þekkið ekki af sameiginlegum vin, og allir einhvern veginn smella saman og úr verður frábært kvöld!? Örugglega jafn gaman og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki! ;) Ég átti þannig kaffi og Actionary kvöld í gær og ekki skemmdi fyrir að á staðnum voru 2 kettir og 4 kettlingar til að knúsa :D Henni Ragnheiði þótti það nú ekki leiðinlegt og var að því komin að taka einn með sér þegar hún mundi eftir reglu nr. eitthvað á Klettastígnum sem er víst ekki hliðholl slíkum ákvörðunum :/

En alla vega var svo gaman að ein úr þessum hópi ákvað að bjóða öllum í jólaglögg heim til sín annað kvöld!

Ég set inn myndir þegar ég fæ þær frá Stephanie, þær eru dáldið skrautlegar :D

Og meira er framundan því fyrir og í prófatörninni sé ég fram á 3 kóræfingar og 3 tónleika með kórnum!

Ég sé það að ég hef engan tíma fyrir próf eins og er :/

mánudagur, nóvember 20, 2006

Eitthvað til að hafa á bak við eyrað

Mátti til með að sýna ykkur þennan texta sem ég fékk í keðjutölvupósti, smá umhugsunarefni og ábyggilega mikill sannleikur í.

As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed to ever let you down probably will. You will have your heart broken probably more than once and it's harder every time.

You'll break hearts too, so remember how it felt when yours was broken. You'll fight with your best friend. You'll blame a new love for things an old one did. You'll cry because time is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
So take too many pictures, laugh too much, and love like you've never been hurt because every sixty seconds you spend upset is a minute of happiness you'll never get back.

Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.

~anonymous~

laugardagur, nóvember 18, 2006

Frost er úti..

...og það líka ekkert smá!

Ég vaknaði í morgun og sá þennan fallega sólskinsdag út um gluggann minn og ákvað að labba bara í afmælið til Kidda Kalla litla (sem stækkar, 7 ára í dag!) frænda míns - ca klukkutímagangur og ágætis útivera. Lærði þangað til og dreif mig svo nokkuð vel búin út því ég var búin að heyra að það ætti að vera dálítið kalt næstu daga.

Svo gekk ég af stað og jújú...það var alveg pínu kalt en ekkert til að tala um svo sem. Eftir svona hálftíma, þegar ég var komin út fyrir bæinn fór nú aðeins að kárna gamanið þegar ég var farin að finna all verulegan dofa í höndunum...reyndi þá eitthvað að hrista í þær líf...og svo var ég allt í einu farin að hugsa á þá leið að ég skildi alveg núna hvernig fólk til forna gat orðið úti á heiðunum að vetri til...!!! Sá svolítið eftir að hafa ekki þegið far hjá manninum sem stoppaði til að athuga hvort ég þyrfti far - en þá var ég farin að sjá fyrir mér dálítið svakaleg kalsár sem ég lærði um á síðasta ári :/ En ég ætlaði mér að klára ~ heimska eða þrautseigja? Dæmi hver fyrir sig ;)

Við pabbi horfðum á myndina Da Vinci code í kvöld, fínasta mynd og vel gerð. Paul Bettany dáldið hrikalegur ekki satt!? Alla vega, við vorum sammála um að hugsa okkur 2var um áður en við læsum bókina - ég er nokkuð viss um að mín litla sögulega þekking myndi ekki þola þetta of raunverulega skáldskaparívaf sem höfundurinn vefur um sögulegar staðreyndir!

Framundan er svo bara heimildasöfnun, -lesning og verkefnavinna um helgina og skóli á mánudaginn eftir 6 vikna hlé. Það verður skrítið að setjast aftur á skólabekk, en það verður bara í nokkra daga því prófin eru á næsta leiti - hvað ætli sé langt...held það séu 16 dagar - vá hvað það styttist!

mánudagur, nóvember 13, 2006

Endurkoma í bloggheima

Sökum fjölda (2ja) áskorana hef ég ákveðið að boða komu mína í bloggheima á ný!

Það verður þó ekkert að ráði fyrr en ég er búin að fá tölvuna/netkortið í lag svo ég komist á netið heima - fer með hana til félaga minna í Gagnasmiðjunni á föstudaginn sem eru svo liðlegir alltaf að redda því fyrir mig :)

Í bili er allt gott að frétta, seinasta vikan í verknáminu hafin og finnst mér það miður. Það er rétt núna sem ég er að komast í gírinn - það tekur mig alltaf dálítinn tíma að finna mig og verða örugg í verknáminu. Í dag var sérstakur dagur og fann ég loksins aftur tilfinninguna fyrir því að ég eigi eftir að verða góður hjúkrunarfræðingur. Stress undanfarnar vikur var búið að kaffæra þessa tilfinningu um tíma og pínu vanmáttarkennd komin í staðinn!! - þannig að þetta var kærkomið :)

Styttist í próf - en það er bara gaman ;)