Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Að njóta lokadaganna!

sunnudagur, júlí 30, 2006

Að njóta lokadaganna!

Mér finnst ég nýkomin hingað, rétt að byrja að kynnast fólki vel en í dag eru nákvæmlega 2 vikur þangað til ég verð að kveðja alla...það verður mjög erfitt því ég er búin að kynnast svo indælu fólki hér á öllum aldri. Sumir koma með mér heim til Íslands því þeir eru hluti af Snorra West og það er gott mál :)

Síðustu daga (tæpar 2 vikur þ.e.a.s. ...úpps, ætlaði nú að vera duglegri ad blogga en það!) hef ég verið að gera ýmislegt og varla haft tíma til að fara í tölvuna og láta heyra í mér. Ég er búin að brasa ýmislegt með Wöndu, t.d. fengum við mæðgur heim til okkar til að gefa okkur Reiki meðferð! Mjög afslappandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir heima hjá þeim og komast inn í húmorinn þeirra þannig að ég get farið að skjóta á móti þegar Tim er eitthvað að fíflast í mér!! ;)

Sjálfboðaliða vinnan mín er rosalega fín, það heitir "Native Friendship Center" og er eins og dagheimili fyrir krakka á öllum aldri á sumrin á meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Það eru bara strákar sem vinna þar með krökkunum og er spes að upplifa það. Þeir eru mjög skemmtilegir og ég er búin að kynnast nokkrum af krökkunum vel, fékk gælunafn fyrsta daginn...Pinkie Blue, af því að ég var í bleikri peysu og bláum stuttbuxum :) Ég kann bara vel við nýja nafnið mitt. Alla föstudaga fara þau í dagsferð og er ég búin að fara í tvær, vatnsrennibrautagarð og tívolítækjagarð - ekki leiðinlegt það!

Ég er búin að fara nokkrum sinnum í Gimli, sem er einn af gömlu Íslendingabæjunum, fara á ströndina með stelpunum, út að borða, bara hafa það notalegt og gaman. Hnausa Beach er ekki langt frá og þangað er gaman að fara þegar maður vill slappa af í minna margmenni en er á Gimli Beach, synda í vatninu, leika sér í sandinum...ganga í smá barndóm aftur ;) Síðan var okkur boðið í bátsferð á lóni/vatni við Willow Island rétt hjá Gimli þar sem við stoppuðum á tveimur ströndum og fengum okkur vatnsmelónu, fórum í vatnsslag og bara slöppuðum af í sólinni. Ég gæti alveg vanist þessu!

Seinasta fimmtudag fórum við öll með Wöndu og tveimur öðrum í borgina, Winnipeg. Þangað er ca 1 1/2 klst akstur frá Riverton. Þessi tvö sem komu með okkur eru "systkini" tveggja Snorra krakkanna, stelpan heitir Angie og ég fór í búðirnar með henni og vinkonum hennar þannig að þær beindu mér á rétta braut hvað flottar verslanir varðar, útsölur voru enn í fullum gangi þannig að útkoman var fullt af flottum fötum fyrir lítinn pening...loksins!! Ég var farin að efast um að mér tækist að versla nokkuð, miðað við hvernig ég byrjaði!

Eftir verslunarleiðangurinn fórum við og fengum okkur að borða og svo var brunað í karókí í Casino-inu, með lifandi tónlist í stórum sal. Ég var búin að vera afar kokhraust síðan við ákváðum að fara þangað og sagði að allir yrðu að syngja a.m.k. eitt lag...þangað til ég kom þangað og hugsaði - GLÆTAN að ég fari upp að syngja!!! En...Angie hvíslaði að mér að hana langaði pínu upp en samt ekki og mér leið eins þannig að við ákváðum að skella okkur upp saman því annars myndum við sjá eftir því seinna! Þannig að við gerðum það, vorum ein taugahrúga en ótrúlega fegnar að hafa gert það :D Það endaði með því að nánast allir fóru upp og sungu og flesta langaði að syngja meira!! :D Síðan dönsuðum við og skemmtum okkur þvílíkt vel.

Í gærkvöldi kom ég í Gimli og gisti hjá vini mínum á Willow Island, öllum Snorra krökkunum og vinum Angie var boðið í grill og bonfire/varðeld með sykurpúðum og spjalli heim til hennar í kvöld...það er eitt af því sem er mjög algengt hér í Kanada. Síðan kíktum við 5 saman aðeins til Winnipeg Beach sem er ca 15 mínútna keyrsla héðan (og fyrir þá sem fylgjast með þáttunum Falcon Beach á Sirkus þá eru þeir teknir upp m.a. þar). Þar var árlegt fest í gangi með tívolí tækjum og skelltum við okkur í hræðilegasta tækið sem voru tveggja manna básar hengdir utan á stórt stykki sem snerist í hringi og svo snerust básarnir líka í hringi...hratt!! Ég og Bergrún fórum saman og við slepptum okkur alveg og hlógum og öskruðum í bland...bara gaman!

Nýjar myndir eru á leiðinni ;)

7 Comments:

At 30/7/06 20:31, Anonymous Nafnlaus said...

Sakna þín mín kæra Pinkie Blue :) voru grilluðu sykurpúðarnir ekki góðir,,, nammi namm hljómar mjög girnilega

 
At 31/7/06 14:33, Anonymous Nafnlaus said...

hae hae sis-vard strax forvitinn um thennan islendinga bae i canada og ákvad ad setja in tengil,svo haegt sé ad skoda myndir af stadnum : http://www.picturesofplaces.com/pictures/canada/manitoba/gimli

kv. phil

 
At 31/7/06 21:12, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar allt alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Mér finnst þú svo sannarlega eiga skilið að njóta lífsins út í ystu æsar. Nú er bara um að gera að njóta hvers dags sem eftir er. Það verður rosalega gaman að fá þig í heimsókn þegar þú kemur aftur "heim" og heyra alla ferðasöguna. Biggi bói

 
At 1/8/06 08:19, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt! Nuna vweð eg að viðurkenna fuslega að eg var orðin oþreyjufull að heyra fra þer, en þvi mun anægjulegra þegar nyjustu frettir komu, og alltaf jafn gaman og viðburðarrikt hja þer. þvi tek eg undir með stærsta broður þinum,aðnu er um að gera að njota hvers dags!! Heðan er bara meinhægt,var i borginni f.siðustu helgi,það ferð hver að verða siðastur að gista Grandaveginn, veðrið er bara þokkalegt osfrv. Bið spennt eftir myndum. I love you elskan, og 1.000 bussi, þin mamma.

 
At 4/8/06 04:34, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Pinky blue ;) Þetta hljómar allt ævintýri líkast. Það er svo margt skemmtilegt að gerast hjá þér. Ég verð að viðurkenna að ég er frekar forvitin að vita hvaða lag þið tókuð á karaóki hehe....
Knús héðan frá Bráða,
Stephanie

 
At 4/8/06 23:30, Blogger Ragga said...

Eg fekk mer ekki sykurpuda Stina, en til ad vera med i stemningunni profadi eg ad gera einn fyrir Astu :)

Flottur linkur Philip, godar myndir af strondinni og hofninni :) Ef tu finnur fleiri svona godar sidur mattu endilega lata mig vita ;)

Takk fyrir tad Biggi boi :) Tid faid alla ferdasoguna, bara rett rum vika tangad til...! Hlakka til ad sja ykkur ;)

Eg aetladi ad vera duglegri ad skrifa mamma en timinn bara flygur :/ Eg er ekki einu sinni buin ad senda eitt einasta postkort! (sorry til allra sem bjuggust vid postkorti)

Vid aetludum ad taka Ain't no sunshine en tad var svo ekki til texti tannig ad vid tokum...eg man tad ekki nuna og heldur ekki Bergrun og Snorri en eg laet tig vita Stephanie tegar eg man tad :)

Er nuna a islendingahatidinni i Gimli eftir ad hafa verid sjalfbodalidi a golfmoti og talad vid ALLA golfarana! Rosa gaman :)

 
At 10/8/06 08:54, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt! Gaman var að sja myndirnar þinar, væntanlega þær siðustu sem koma fra þer fra Kanada, þvi nu er aldeilis farið að styttast i heimkomu,aðeins tveir solarhringar þar til þu stigur fæti a fosturjörðina ef allt er a aætlun. Otrulegt hvað timinn flygur!! Talandi um myndirnar siðustu, fannst mer "skogarregnmyndin " af þer undurfalleg elskan (að öðrum olöstuðum). Hlakka mikið til að heyra i ther og vonandi sja að tveim dögum liðnum elskan,goða ferð og heimkomu Ragnheidur Diljain min, þin mamma.1.000 bussi. n

 

Skrifa ummæli

<< Home