Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Enn á ný :)

þriðjudagur, september 04, 2007

Enn á ný :)

Já glöggir lesendur þessa bloggs...ég er komin aftur - veit ekki hvort ég kem tvíefld til leiks á ný ;) en á ný er ég hér!

Gústi minn...þú getur hætt að hafa áhyggjur, það amar ekkert að mér annað en hið algenga heilkenni sem nefnist á mannamáli: "Jiii...hvað tíminn flýgur frá mér!!" og er einfalt að meðhöndla með því að kúpla sig frá öllu sem heitir skóli, verkefni, fyrirhugað verknám með tilheyrandi verkefnum o.s.frv. Þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess að gera það almennilega akkúrat núna, svona í upphafi skólatarnar, þá stel ég nokkrum stundum hér og þar til þess að hugsa um ekkert nema elsku fjölskyldu og vini mína. Ég og Stephanie vinkona mín ætlum t.d. að passa vel upp á að halda okkur við tímaramma í verkefnavinnu okkar sem framundan er, því þá notum við frítímann með góðri samvisku ;)

Annars átti ég virkilega gott sumar og náði að gera ýmislegt með fjölskyldunni og vinkonum, gekk mjög vel í vinnunni og fékk góða umsögn frá yfirmanni. Kanadaferðin var vel heppnuð og ég náði að hitta alla sem mig langaði að sjá og fleiri. Heimferðin var reyndar dáldið löng þar sem ég fór í samtals 3 vélar með lööööngum biðtíma á hverri flugstöð og nokkrum hikstum

- í Chicago var fluginu mínu aflýst og ég þurfti að redda mér öðru
- í Minneapolis kom farangurinn minn ekki fyrr en eftir 4 klst bið (en kom sem betur fór!)

en ferðin tók í heild einn sólarhring :/ Lærði samt heilmikið á það hve mikið getur farið úrskeiðis þegar maður pantar flug á netinu í ókunnugu landi og að þetta reddast alltaf fyrir rest einhvern veginn ! ;)

Svo er skólinn byrjaður og það er gaman...loksins lokaspretturinn og seinasta prófatörnin í HA framundan. Pínu söknuður, verð ég að viðurkenna. Ég fer í verknám á Barnaspítala Hringsins 19. september til 2. októbers og þá væri nú gaman að reyna að sjá ykkur sem flest. Endilega hafið samband og bókið í tíma hehe :)

Við heyrumst, hafið það rosa gott, ég set inn nokkrar myndir :)
1000 bussi til þín líka mamma~

6 Comments:

At 6/9/07 19:10, Blogger Agust said...

hæhæ...ja eg varð nu að koma með komment um að þu hafir ekki skrifað frettir, þvi að eg hef alls ekki verið betri :)
En hafðu það gott :)
kv Gusti :)

 
At 8/9/07 07:35, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn elsku gullið mitt. Ég er svo ánægð að sjá "blogg" frá þér aftur. Var alveg hætt að búast við að þú byrjaðir aftur, en sem betur fer get ég nú haldið áfram að hlakka til að lesa færslurnar þínar. Ég læt svo í mér heyra nú um helgina. 1.000 bussi til þín þangað til, þín mamma.

 
At 9/9/07 22:20, Blogger Ragga said...

Já Gústi, hvernig var þetta með flísina og bjálkann?! :D

Mamma, mamma...það er erfitt að ná í þig! Ég reyni aftur á morgun ;) 1000 bussi

 
At 14/9/07 09:28, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn Gullið mitt. Nú er aldeilis farið að styttast í að ég fæ að sjá þig aftur,(er farin að telja dagana). Gaman væri nú að fá eitt lítið blogg frá þér áður, (alls engin kvöð að sjálfsögðu). Heldurðu að það sé möguleiki á að pabbi þinn sendi með þér videospólu? Er svooo spennt að sjá hana. Við heyrumst um helgina elskan, þangað til 1.000 bussi, þín mamma.

 
At 16/9/07 15:59, Anonymous Nafnlaus said...

:) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)

Frábært að sjá blogg!

 
At 18/9/07 16:42, Blogger Ragga said...

Ég blogga kannski pínu á eftir áður en ég fer í flug...set alla vega inn nokkrar myndir - Bussi mamma :)

Alltaf gaman að blogga þegar maður fær svona mörg Olgubros í staðinn :D

 

Skrifa ummæli

<< Home