Nemi með meiru Ragnheiður Diljá

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Sæl mín kæru,


Hvað segið þið gott? Ég segi allt það fína svona í morgunsárið. Það er gott að vera í páskafríi og geta loksins einbeitt mér að því að lesa skólabækurnar...það hefur verið lítill tími fyrir svoleiðis v/ tímasóknar, verknáms og verkefnavinnu.



En þar sem þetta er nú páskafrí þá er ég nú ekki að streitast við að læra allan daginn heldur tek ég nokkurra klst dugnaðarskorpur og á svo restina af deginum fyrir fjölskylduna mína og vini. Kemst samt því miður ekki suður til að hitta ykkur sem ég á þar :/



Í lestrinum hefur mér þótt einstaklega róandi og einbeitingarbætandi að standa upp og hita mér te, nú er s.k. Yogi Tea í uppáhaldi hjá mér. Gunni bróðir var áður búinn að kynna það fyrir mér þegar hann hitaði sojamjólk og setti svona kanil Yogi te + smá hunang út í...það er rosa jólalegt :) En það er ekki einungis vegna góða bragðsins (mmm) sem mér líkar þetta te heldur fylgir hverjum tepoka fyrir sig fallegur boðskapur. Núna í morgun fékk ég t.d. 'True understanding is found through compassion'. Þetta er mjög nálægt því að vera eitt af grundvallaratriðum hjúkrunar, nema hvað 'compassion' (samúð/meðaumkun) hefur breyst í 'empathy' (samhyggð/hlutttekning) en munurinn er fólginn í því að þú ert færari um að hjálpa einstaklingi sem er að ganga í gegnum erfiða reynslu ef þú sýnir honum samhyggð (sannur skilningur, umhyggja, heldur yfirsýninni) heldur en ef þú sýnir honum samúð (finnur til með honum, umhyggja, en missir svolítið yfirsýnina).


Áður hef ég t.d. fengið 'A relaxed mind is a creative mind' sem er gott að hafa í huga fyrir komandi próftíð og ritgerðarspurningar :)


Mæli með þessu!

...og líka einni hljómsveit sem ég var nýlega kynnt fyrir: Iron and Wine. Mér hefur samt ekki tekist að finna hana í geisladiskabúðum bæjarins...hún virðist vera ófáanleg! En internetið hýsir ýmislegt og ef þið kíkið á myspace.com/ironandwine þá getið þið hlustað á nokkur, þ.á.m. 'Passing Afternoon' sem er mitt uppáhald :)


Jæja, dugnaðarskorpa í Hand- og lyflækningafræði til kl 15 - hafið það gott í páskafríinu :)


Ps: ákvað að leyfa bara hinni færslunni að vera úr lit, ágætis tilbreyting bara...ég virðist hafa misst mig í litagleðinni síðan ég byrjaði að blogga - er farin að lita annað hvert orð liggur við :D

10 Comments:

At 6/4/07 20:39, Blogger Unknown said...

Mmm.. líst vel á þetta te..
Og ég ELSKA (myndi skrifa orðið með rauðu ef ég gæti) litafærslunar þínar! :D
Þú ert alltaf svo dugleg Ragnheiður mín! Gangi þér vel í lestrinum.. og gangi þér líka vel í afslöppuninni um páskana.. það er stundum erfitt að gera ekki neit!

 
At 7/4/07 10:20, Blogger Ragga said...

Hæ Eva mín og takk fyrir kveðjuna, gaman að heyra að þér líki litafærslurnar :)
Ég reyni að gera góða blöndu af hvoru tveggja um páskana, lærdóm og hvíld ;) Góða skemmtun áfram í göngutúrunum í fallega veðrinu og hafðu það gott :)

 
At 8/4/07 00:04, Blogger Agust said...

hæhæ
langaði bara kíkja hérna á þig og segja HÆ :)
Það fer að líða að prófum hja ykkur, gaman gaman.
Það er allt að gerast í íbuðinni, ætla að flísa á manudaginn, þá fer nu þetta allt að komast á loka sprettinn, þvílíkur léttir :)
kv gusti :)

 
At 8/4/07 04:25, Anonymous Nafnlaus said...

Yogi, 'Forever Young' með 'Wild Flower' hunangi.

 
At 8/4/07 09:17, Anonymous Nafnlaus said...

Halló gullið mitt og gleðilega páska. Ég var að hlusta á lagið Passing afternoon, og er mikið sammála þér. Mér finnst bæði lag og texti mjög fallegt. Ef þú hefur tök á þætti mér vænt um að teknar yrðu nokkrar páskamyndir af ykkur Gunnsa og Margréti. Ég hringi svo í þig síðar í dag elskan. 1.000 bussi, þín mamma.

 
At 8/4/07 10:11, Blogger Ragga said...

HÆ Ágúst, gaman að heyra í þér :) Já, prófin, þau koma víst alltaf hvort sem maður er tilbúinn fyrir þau eða ekki - skrítið hvað það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart þegar þau eru farin að nálgast hættulega mikið! ;)
Barasta lokaspretturinn í nánd - JEY! Ekki slæmt :) Gangi þér vel, hafðu gaman og taktu myndir...hlakka til að sjá íbúðina a la gus í allri sinni dýrð :)

'Forever Young' fer næst í innkaupakerruna mína...mmm...
Ps: náði 3 klst :Þ

Hæ mamma, hlakka til að heyra í þér :) Ég verð hjá pabba í kvöld þannig að þú getur hringt þangað. Páskamyndir...ekki málið ;)

 
At 8/4/07 18:34, Anonymous Nafnlaus said...

Ú nú prófa ég þetta te!

:)

Bloggfærslurnar þínar eru alltaf jafn yndislega upplífgandi ;)

 
At 9/4/07 10:45, Blogger Ragga said...

Ohh..en gaman að heyra það ;)

 
At 9/4/07 14:03, Anonymous Nafnlaus said...

Halló elskan mín og takk fyrir síðast í símanum í gær páskadag. Philip hringdi í gær og bað fyrir páskakveðju til allra. Hann sendi þér og mér nokkrar myndir. Ég vr ekki viss um að þú værir búin að sjá þær, svo mér datt í hug að láta þig vita. Bestu kveðjur og knús til Gunnsa. Vonandi bragðast plokkfiskurinn vel. 1.000 bussi, þín mamma.

 
At 19/4/07 15:03, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar elsku Ragnheiður mín!

 

Skrifa ummæli

<< Home