Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Gleðilegt sumar!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Gleðilegt sumar!

Já, gleðilegt sumar Eva mín :) og gleðilegt sumar kæru lesendur þessa bloggs míns - leyfi afsökunarbeiðni á bloggleysi að fljóta með!

Vissulega tók sumarið vel á móti okkur hér á Akureyri því veðrið er búið að vera yndislegt í allan dag. Pabbi sagði mér að vetur og sumar hefði fryst saman í nótt, eins og það á að gera, og veit það á gott sumar. Mér dettur ekki í hug annað en að trúa honum pabba mínum með það :D Ég skellti mér í sumargöngu um bæinn þveran og endilangan snemma í morgun, undir heiðbláum himni og glampandi sól - bara yndislegt.

Og meira gerði ég í dag...reyndar á kostnað þess að læra en það var þess virði. Ég hitti Jónas sagnfræðing og Kent Lárus frá Nýja Íslandi í Kanada í dag og við keyrðum til Húsavíkur til að hitta kórinn sem við munum "tour-guidast" með í Kanada. Veit ekki hvort ég er búin að segja öllum frá því að ég er að fara til Kanada í sumar, fyrstu dagana með þessum húsvíska kór og til að kynna Snorra verkefnin en svo verð ég á eigin vegum og heimsæki fólkið mitt. Á Húsavík fórum við yfir ferðaplan og komst ég m.a. að því að ég mun verða með smá meiri ábyrgð en ég hélt. Kórinn verður í 2 rútum og verðum ég og Kent til skiptis í þeim að "guida" (kann einhver betra orð? Leiðsögumannast??) á meðan Jónast verður með öðrum kór frá Reykjavík! Það verður reynsla...afar ný :) Og bara gaman að því, gef þeim nokkur byrjenda-asnastrik til að minnast úr ferðinni hehe :D

Jæja, best að fara að halla mér. Þriðji seinasti skóladagurinn á morgun, stór kynning á hópverkefni í næstu viku og svo prófalestur á fullu - sendið mér góða strauma, ekki veitir af :)

4 Comments:

At 19/4/07 22:58, Blogger Unknown said...

Nohhh ekki amarleg byrjunin á þessari færslu! Wúhú!! Ég er sammála pabba þínum, þetta verður örugglega gott sumar! Fór í sund í morgun á sumardaginn fyrsta og það var glampandi sól! Fékk meira að segja lit! Sem er svosem ekki verra! Hlakka til að fá þig í heimsókn í sumar, þá getum við sko buslað saman! -og líka með Skarphéðni! Hann fer alveg að fara í útilaugarnar, hann er nefnilega með svo góða einangrun sjáðu til!

Spennó með Kanada!

Sendi þér líka fullt af góðum og gáfulegum straumum í próflestrinum!

Koss
frá einni stuttorðri

 
At 20/4/07 07:59, Anonymous Nafnlaus said...

Halló gullið mitt, og gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Loks kom blogg frá þér elskan. Hér á Suðurlandinu var líka himneskt veður og fusu einnig saman vetur og sumar, svo vonandi verður bara gott veður um allt land! Gott (rétt) orð er sögnin að leiðsegja farþegum. Heyrumst fljótt elskan. 1.000 bussi, þín mamma

 
At 20/4/07 08:18, Anonymous Nafnlaus said...

Halló aftur gullið mitt. Ég kíkti á "inboxið" mitt eftir að ég las bloggið þitt. Ástarþakkir fyrir yndislega og fallega kveðju. Önnur 1.000 bussi fyrir hana. Þín mamma.

 
At 20/4/07 16:25, Blogger Ragga said...

Takk fyrir góðu og gáfulegu straumana, þeir koma að góðum notum :) Það verður rosa gaman að sjá þig í sumar, og yndislega Skarphéðinn - við verðum svipuð, hann með sína hollu og flottu einangrun og ég með mína nr. 30 (til að forðast brunalitinn!!)

2000 bussi í einu, það er ekki slæmt :) Þú átt sko nóg af þeim mamma. Leiðsegja er gott orð, mjög gegnsætt.

 

Skrifa ummæli

<< Home