Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Detti mér nú allar... !

fimmtudagur, mars 22, 2007

Detti mér nú allar... !

Ég er barasta í sjokki!

Þvílíkt og annað eins rokrassgat hélt ég ekki að Akureyri gæti orðið...

Þar skjátlaðist mér hrapallega !


Ég skellti mér í kvöldgöngu og heyrði nú alveg að það væri ennþá hvasst (eins og er búið að vera síðustu daga...) en ég hugsaði með mér að ég gæti bara farið í auka peysu og vindbuxur og verið klár í slaginn :)

En JI MINN EINI !! Ekki bjóst ég nú við því sem mætti mér á fyrstu skefunum...þvílíkt og annað eins rok hef ég nú barasta aldrei upplifað...það var varla stætt !! Og ekki var sandfokið til að bæta það, það var líkast sem skotið væri úr hríðskotabyssu :/ Ég var næstum því snúin við því ekki vildi ég verða stórslösuð fyrir einn göngutúr. En ég gat nú ekki hætt við núna, ég var búin að hlakka til í allan dag - þannig að ég hélt áfram.

Datt einu sinni þegar ég missti undan mér fæturna í einni hviðunni.
Hló mörgum sinnum að vangetu þyngdaraflsins til að halda mér á jörðinni :D
Hneykslaðist á rokinu með meðþolanda veðurofsans sem hneykslaðist á mér að vera á skemmtigöngu !

Svo var nú komið að lokaspottanum og eins og það væri nú ekki nóg að labba upp Þórunnarstrætisbrekkuna með allan vindinn í fangið - hvað haldið þið ??

Það byrjaði að rigna í þokkabót!!! :/ Og hvað höfum við þá? -> SLAGVEÐUR ojojoj...


Þetta var samt hressandi ;D

8 Comments:

At 23/3/07 08:46, Anonymous Nafnlaus said...

Íslandi í hnotskurn með sitt veður..ohhh hvað ég sakna þess ekki!! En mér þykir þú góð að hætta ekki við.
Farðu varlega.
Knús frá DK.
Guðbjörg og frændurnir

 
At 24/3/07 12:42, Blogger Ragga said...

Já, það segirðu satt...þetta með hnotskurnina! Ég hefði ekkert á móti því að vera hjá ykkur í Danmörk í 13-15 stiga hita góðu golfveðri - eða það heyrði ég alla vega í útvarpinu í síðustu viku...útvarpsmaðurinn aðeins að pína okkur ;)

Knús til þín Guðbjörg og til frændanna minna 3ja.

 
At 24/3/07 14:56, Anonymous Nafnlaus said...

Haha snilldar lýsing!

Annars hef ég lítið annað að segja heldur en:

Úff!

 
At 25/3/07 22:45, Blogger Ragga said...

Já...það er sko rétta orðið :D

 
At 28/3/07 16:49, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Þetta var nu skemmtileg tilviljun. Eg var að byrja a að skrifa þer nokkur orð þegar Gunnsi kom "inn a" tölvuna hja mer. Kom sem sagt heim i nott, slapp ekki við flensu þo eg væri i sumarsol og er þegjandi has og er nu i sitronuvatninu og c vitamininu.Vonandi verður þetta orðið betra a morgun, og eg geti stunið upp orði.Hringi þa strax i þig. Nu er gott að geta stautað sig svolitið afram i tölvu. Vona að allt gangi vel hja þer elskan. I love you, og 1.000 bussi þar til a moorgun. Þin mamma

 
At 29/3/07 14:11, Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að heyra að það er til rok og rigning annarsstaðar en í Reykjavík:D Ég var að koma frá Kongsberg í gær og þar var alveg yndislegt veður, heiðskýrt og allt að 13°C yfir daginn. Ferðin gekk mjög vel og við lærðum mikið nýtt. Bið að heilsa í bili. Biggi bói

 
At 29/3/07 20:01, Blogger Ragga said...

Hæ elsku mamma mín og takk fyrir síðast í símanum ;) Það var gott að röddin var orðin símahæf en ég myndi halda aðeins áfram í sítrínuvatninu og c-inu í þínum sporum og njóta þess að slappa af og jafna þig eftir ferðalagið :)

Og já Biggi bói minn...rokið og rigningin í Reykjavík virðist vera að smitast aðeins of langt út á landið! Mér líst ekkert á þessa þróun :/ En ég get nú ekki kvartað núna þar sem veðrið var alveg yyyyndislegt í gær, sól og blíða :D Hlakka til að heyra meira frá Kongsberg ferðinni. Skilaði kærri kveðju til Ingu og strákanna.

Kossar og knús til ykkar beggja :)

 
At 29/3/07 23:39, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ gullið mitt. Takk fyrir kveðjuna og raðleggingarnar. Það er nu aldeilis ekki onytt að eiga svona yndislegan verðandi hjukrunarfræðin ( og lækni !!?) fyrir einkadottur. Ætla nu samkv. þinu raði að fara að halla mer a koddann minn,enda komið að hattatima hja "gömlu mutter".svo eg segi goða nott elskan, sov godt,heyrumst fljotlega, þin mamma.

 

Skrifa ummæli

<< Home