Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Prófalestur - nokkur góð ráð!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Prófalestur - nokkur góð ráð!

Hver sagði að það væri ekki hægt að hafa gaman í prófalestri??

Ja...ekki ég alla vega, það er sko víst! Það er hægt að finna sér ýmislegt gaman til að lífga upp á sálina þegar augnlokin fara að síga. Hægt er að sjá nokkur dæmi á myndasíðunni minni og hver veit nema ég gefi ykkur fleiri dæmi á næstu vikum próflestrar og prófatöku ;) Ég tel að þetta sé betra en að skríða upp í rúm í “smá stund” (sem verður yfirleitt “aðeins” lengri) og þetta svínvirkar!

Kveðja,
Ragga ráðagóða :D

4 Comments:

At 24/4/07 23:03, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku frænka:)
Þetta eru góð ráð hjá þér, but don't forget to read the blxxxy books, as you said!? ... Svo er líka gott ráð að snúa þessu alveg við og gera einhver "leiðinleg" húsverk inná milli því þá er svo gott að flýja aftur í prófalesturinn sem er svo notarlegur og krefst enskis nema einbeitingar og láta sér líða vel:):) kveðja Hólmgeir

 
At 25/4/07 20:03, Blogger Ragga said...

Já...ég geri það elsku frændi :)

Þú námsmaðurinn ættir að eiga nokkur snilldarráð bak við eyrað ;)...húsverkin er gott ráð! Ég á það til að þrífa eldhúsið stundum extra vel eftir kvöldmat, þó svo að kvöldmaturinn í það skiptið hafi bara verið snarl sem þurfti ekki að þrífa svo mikið eftir ;)

Maður á eftir að sakna prófalestursins, það er alltaf ákveðinn sjarmi yfir honum :)

 
At 30/4/07 14:36, Anonymous Nafnlaus said...

HAhaha !!

Þú ert svo YNDISLEGA jákvæð :D

Takk fyrir að deila þessum góðu ráðum, mun án EFA nýta mér þau.

Kem heim á miðvikudaginn - "viðvörun" ;)

 
At 1/5/07 08:57, Blogger Ragga said...

Gaman að heyra að jákvæðnin smiti aðeins út frá sér, á stundum dáldið mikið af henni og má til með að deila henni með mér :)

Ekki það að þú þurfir aukaskammt, þú fékkst stóran í vöggugjöf ;)

Hlakka til að sjá þig á morgun!

 

Skrifa ummæli

<< Home