Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Bloggleysi!

föstudagur, júní 15, 2007

Bloggleysi!

Ekki er bloggdugnaðurinn að fara með mann, það er sko aldeilis víst. Ég hef því barasta ákveðið að kveðja þessa bloggsíðu mína en engar áhyggjur...það eru enn til e-mail og símar og svo er alltaf gaman að kíkja í heimsókn ;)

Kennararnir voru sammála og gáfu mér rosa góðar einkannir, flutningurinn gekk sömuleiðis vel en við pabbi rumpuðum því af eins og ekkert væri! Nú er ég komin á fjórðu hæð í blokk með nýjan meðleigjanda og mér líkar rosa vel hér.

Annars er framundan hjá mér sumar fullt af

*samverustundum með fjölskyldu og vinum;
*hjóltúrum og annarri góðri hreyfingu sem er svo gaman að stunda á sumrin (= mínus frost í lungun; mínus klaki, hálka og slabb; mínus alltaf myrkur) og stefni ég á nokkrar fjallgöngur og fyrsta alvöru langa hjóltúrinn minn með vinkonu minni skiptinema frá Sviss;
*vinna á geðdeildinni sem gengur vel, er mjög krefjandi og krefst þess m.a. að maður líti oft og iðulega í eigin barm og horfist í augu við ýmsa þætti í sjálfum sér sem þarf að fínpússa til að verða betri í vinnunni (úff...maður er víst ekki fullkominn!!);
*Kanadaferð í lok sumars þar sem ég verð í hlutverki leiðsögumanns, kynnis og svo fyrrverandi Snorra sem snýr aftur (Snorri alumni);
*og svo hefst síðasta árið í hjúkrun og hlakka ég mikið til að takast á við það. Eftir það kemur í ljós, er búin að gera smá eftir-útskriftar-uppkast en það er eitthvað sem er bara í dagbókinni minni eins og er ;)

Takk fyrir samfylgdina kæra fjölskylda og vinir, þið hafið verið dugleg að fylgjast með mér hér þrátt fyrir bloggleysi af og til. Ég held áfram að kíkja til ykkar sem eruð duglegri en ég að láta vita af ykkur í bloggheimum. Við heyrumst!

Kær kveðja Ragga.

12 Comments:

At 16/6/07 08:26, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn gullið mitt, og takk fyrir síðast í símanum í gær. Leitt þykir mér að heyra að þú ætlar að hætta að blogga, en það er auðvitað rétt að það er bæði til sími og e-mail svo að, en samt. En svona í lok bloggsins þíns, áttu ekki nokkrar myndir sem þú gætir sett inn? Ástarkveðjur norður, eigðu sem allra bestan dag elskan mín, 1.000 bussi til þín, frá mömmu.

 
At 18/6/07 17:24, Blogger Ragga said...

Takk fyrir síðast mamma :) Ég er alveg að fara að fá myndir frá vinkonu minni og Ingvari og ég sendi þér nokkrar góðar þegar ég fæ þær. Bussi, Rannsý ;) (af hverju ætli það hafi aldrei festst við mig?)

 
At 19/6/07 06:36, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn gullið mitt. Já það er nú spurning? Mér finnst nú persónulega Rannsý fallegra gælunafn heldur en Ragga! Vona að þú eigir sem allra bestandag í dag sem og auðvitað alla aðra daga elskan, og hlakka til að sjá myndir. Vona að helgin hafi verið ánægjuleg. Eru nokkrar myndir frá Dalvík?!. 1.00 bussi til þín elskan frá mömmu.

 
At 19/6/07 20:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,hæ! Það er svo langt síðan ég hef gefið mér tíma til að skrifa inn á bloggsíðuna þína, þannig að ég verð að setja smá klausu inn núna :) Gaman að heyra hvað þér gekk vel í prófunum (enda ekki við öðru að búast!!!). Við þurfum svo endilega að fara að fara að taka upp símtól og vera í sambandi, þetta sambandsleysi gengur bara ekki lengur. Ég bið kærlega að heilsa öllum fyrir norðan. Kveðja, Biggi bói.

 
At 20/6/07 16:49, Blogger Ragga said...

Heyr, heyr! Ég styð þetta Biggi bói minn, það er alltaf hægt að finna tíma fyrir símtal. Aldrei að vita nema ég bjalli á þig úr tjaldi frá Mývatni um helgina ;)Ég skila kveðjunni og bið sömuleiðis fyrir kærar kveðjur til Ingu og strákanna.

 
At 20/6/07 20:55, Anonymous Nafnlaus said...

Halló elskan mín,og takk fyrir síðast í símanum áðan. Og takk fyrir myndasendinguna. Ég á bara erfitt með að gera upp við mig hvaða myndir ég á að velja, en ég valdi allmargar, og læt þig um að velja ef þær eru of margar, en það eru eftirtalin númer: 5842-5858-5886-5898-5901-5902-5819 Sniðug prjónaflík sem þú ert í á myndinn, og 5907. Bestu fyrirfram þakkir elskan mín, og góða nótt, sov godt, þín mamma.

 
At 23/6/07 23:27, Blogger Unknown said...

Ohhhh en leiðinlegt.. það er svo gaman að lesa það sem þú skrifar.. bæði ertu góður penni og líka svo ofur jákvæð og skemmtileg!!

Sakna þín elsku besta!
Hafðu það gott í sumar!

E.s. Þú yrðir til dæmis landsins besta ljósmóðir! Nei bara svona ef þig vantar hugmyndir!! ;)

 
At 26/6/07 23:12, Blogger Ragga said...

Ohh..takk fyrir það Eva mín :)

Við sjáumst vonandi í lok júlí, ef þú verður í borginni, þegar ég kem suður. Eigðu rosa gott sumar líka ;) Bið að heilsa strákunum þínum.

 
At 27/8/07 12:32, Blogger Agust said...

hæhæ Ragga mín...heyrðu...það er águst mánuður nuna...september nálgast og engar fréttir??
kv gusti :)

 
At 31/8/07 16:33, Anonymous Nafnlaus said...

Halló gullið mitt, og takk fyrir síðast og knúsin okkar, og takk fyrir e-mailið þitt fallega. Ég verð að taka undir með Gústa, mér finnst þú eigir að byrja að "blogga" aftur! Þau eru svo skemmtileg og ljúf. Kom á Selfoss í gær og er í þessum töluðu orðum að bíða eftir að Helgi komi í heimsókn úr Borgarfirðinum. (Ég sé alveg í anda núna á þér Helgasvipinn sem þú kannt svo vel að herma eftir!! Ástarkveðja til Gunnsa, og 1.000 bussi til þín elskan, þín mamma.

 
At 2/9/07 22:15, Blogger Ragga said...

Jæja ...þið ætlið svei mér þá ekki að auðvelda mér að hætta að blogga.

Það er nú varla hægt að valda svo dyggum lesendum sem ykkur vonbrigðum...þó það sé nú kannski dáldið hallærislegt að byrja í 3ja skiptið að blogga, ekki satt?? ;D

Við heyrumst því aftur innan skamms~

Ps: mamma, um leið og ég las Helgi var svipurinn kominn og nú kom hann líka hehe...:D

 
At 4/9/07 19:35, Blogger Agust said...

hæhæ
eg hef miklar áhyggjur af þessu...engar fréttir...en skólinn byrjaður...loksins :)

 

Skrifa ummæli

<< Home