Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Allar tegundir pesta að ganga…

laugardagur, mars 10, 2007

Allar tegundir pesta að ganga…

...og því miður missti ég ekki af þeim :(
Fékk meira að segja 2 með vikumillibili - og tel ég það góðan skammt í bili og ætti það samkvæmt venju minni að gera mig stikkfría í nokkur ár !

Af hverju fær maður samviskubit yfir því að taka sér veikindadag og gera ekki neitt? Þó maður liggi í rúminu með hita og hroll og hósta! Af hverju ætli maður fari alltaf of snemma út aftur og verður aftur veikur og enn veikari? Af hverju ætli maður rembist við að nota tímann vel á meðan maður er veikur og klára verkefni?

Fékk samt smá spark í rassinn frá vini sem sagði mér að ég ætti nú please að reyna að slappa af…það minnkaði samviskubitið og gerði það að verkum að ég tók hálfan dag í að sofa og horfa á vídjó :)

En nóg um það!

Alltaf nóg að gera í skólanum...er samt nett róleg yfir því öllu – er nokkuð vit í öðru?

Þetta er svo róleg og góð helgi hjá mér, smá verkefnavinna (lognið á undan storminum!) í dag, göngutúr og bakaði mér rosa hollt, gott og fljótlegt fjölkorna, kókos- og rúsínuspeltbrauð…hljómar vel er það ekki ;) Svo ætla ég að hitta pabba á morgun í hádeginu og við ætlum að skella okkur á Bautann! Alltaf gott þar ;) Annað kvöld verður söngurinn, með kórnum mínum, allsráðandi – vonandi, það fer allt eftir því hvort röddin verði komin í lag :/ Kemur í ljós.

Ég set inn fáeinar myndir úr mörgum áttum.
Hafið það rosalega gott :D

7 Comments:

At 11/3/07 12:00, Anonymous Nafnlaus said...

it is interesting a website, I will go back there

 
At 11/3/07 16:59, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, góðar myndir! Alltaf gaman að sjá nýjar myndir ;)
Sjáumst í kórnum í kvöld...

Kram,
Stephanie

 
At 11/3/07 18:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Gaman að sja nytt blogg fra þer, og vonandi er nu flensuskömmin endanlega buin að yfirgefa þig fyrir næstu arin. Goðar myndir hja þer að vanda elskan min. Nu er farið að styttast i solina hja mer, eg hringi aður en eg fer ut. Farðu nu vel með þig og passaðu að lata ekki sla að þer aftur, astarkveðjur og 1.000 bussi, þin mamma.

 
At 12/3/07 08:06, Anonymous Nafnlaus said...

ÖMURlegt að vera svona lasin.. vona að þú sért orðin góð aftur.
Stórt knús frá okkur í DK.

 
At 14/3/07 22:22, Blogger Ragga said...

Þetta voru flottir tónleikar ;) Alltaf gaman í kórnum.

Já, þokkalega glatað! Ég er orðin mikið betri :) Kossar og knús til ykkar allra :*

 
At 15/3/07 13:40, Anonymous Nafnlaus said...

ég hef ennþá sloppið við pestina... bíð spennt að sjá hvort hún nái mér svona rétt fyrir próf... hversu ömurlegt væri það ekki :)

 
At 15/3/07 22:44, Blogger Ragga said...

Ohhh...það væri náttúrulega týpískt! Þó pestin sé nú ömurleg þá er skárra að klára þetta bara af fyrir próf ;)

Heldurðu að ég hafi ekki bara tekið eina fyrir þig, svona fyrst ég var byrjuð á þessu á annað borð? Ég held það, þannig að þú sleppur örugglega :D

 

Skrifa ummæli

<< Home