Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Helgi enn á ný...

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Helgi enn á ný...

...og ekki af verri toganum.

Ég á nefnilega tvær litlar rúsínur sem mér þykir svo óskaplega vænt um. Ábyggilega hafa flest ykkar heyrt mig tala um Kidda Kalla og Birtu Rún, sem ég hef passað frá fæðingu, og á ég orðið ansi mikið í þeim. Ég var að passa þau í dag, og gisti hjá þeim í nótt, og erum við búin að hafa það notalegt og gaman saman. Svo kúrði ég hjá þeim í kvöld, þó þau séu búin að læra að fara að sofa ein...bara stenst það ekki ;) Það er svo yndislegt að halda í litlar hendur og heyra hroturnar allt í einu koma...eina stundina eru þau vakandi og svo er eins og slökkt sé á þeim – ótrúlegt alveg :)

Í gærkvöldi átti ég afar skemmtilega stund með Olgu og Láru meðleigjendum mínu. Við ákváðum að eiga stelpukvöld, í fyrsta skiptið frá því að við fluttum inn saman!! og leigðum okkur spólur og höfðum það rosa fínt með kertaljós og Egils Kristal Plús :) Vonandi gerum við eitthvað svoleiðis aftur áður en þær útskrifast og yfirgefa svæðið!

Nóg framundan á morgun. Súperspinningið mitt kl. 11, heimsókn til afa míns og ömmu eftir sturtu og kvöldmatur með pabba mínum. Leiðinlegt hvað ég sé lítið af fólkinu mínu nú orðið, 1 sinni í viku og stundum m.a.s. sjaldnar! Skrítið hvað maður eyðir miklum tíma í skóla og vinnu þegar fjölskyldan, það mikilvægasta og dýrmætasta sem maður á, fær ekki meiri tíma.

~þess vegna verður lítið lært um helgina – stundum bara verður maður að forgangsraða rétt~


Ps: Setti inn myndir frá því á jóladag og gamlársdagskvöld ;)

7 Comments:

At 19/2/07 00:34, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sæta mín!
Já það gerist ekki mikið betra en að kúra með svona litlum gullmolum!
Og ég heimta líka svona stelpukvöld næst þegar við hittumst!! :D

 
At 19/2/07 19:03, Blogger Ragga said...

Já Eva mín, við eigum sko mörg svona stelpukvöld inni...ég hlakka til að hitta þig aftur næst þegar ég kem í bæinn. Þá verður það svo sannarlega ekki í jafnmikilli mýflugumynd og um daginn! Það er sko víst :)

 
At 19/2/07 20:06, Anonymous Nafnlaus said...

tralalala er að hlusta á lögin þín :)Flott lög!!! kveðja, Stína

 
At 20/2/07 17:55, Blogger Ragga said...

Gott að heyra að þér líkar þau :) Skellti inn fleirum...verst að ég tími aldrei að taka nein út...listinn bara lengist og lengist :þ

 
At 22/2/07 14:34, Anonymous Nafnlaus said...

ó mæ ó mæ - það var sko kominn tími til! Já við verðum að stefna á nokkur skipti allavega fyrir útskrift ;)

 
At 2/3/07 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Mig er farið að lengja eftir "bloggi" fra þer. Af Suðurlandi er allt gott að fretta, er farin að telja niður til Kanariferðar þann 14.mars. Hefurðu nokkrar nyjar myndir til að setja inn? Litli "krakkaskiturinn okkar hann Philip hefur ekki sett inn myndir ennþa, vonandi stendur það til bota.Heyrumst fljotlega elskan. 1.000 bussi, þin mamma.

 
At 5/3/07 20:43, Blogger Ragga said...

Hæ mamma, ég lofa að blogga bráðum. Ég er loksins búin með geðhjúkrunarverkefnið en það er samt nóg annað sem tekur við ;)

Verst að ég þurfti að næla mér í einhverja pesti og er búin að vera í rúminu síðan um hádegi...úff - ég sem verð aldrei veik!

Ég heyri í þér á morgun :)

 

Skrifa ummæli

<< Home