Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Bara eitt einasta próf eftir !!!

miðvikudagur, maí 09, 2007

Bara eitt einasta próf eftir !!!

Já, þetta er allt að hafast og mín sátt við sig. Vona að kennararnir sem fara yfir séu sammála ;)

Á föstudaginn er seinasta próf og á mánudaginn byrja ég í sumarvinnunni minni...í fyrsta skiptið verður hún á sjúkrahúsi! Bláa Kannan mín verður víst að vera án mín þetta sumarið - hugsa samt að ég reyni að fá að hella upp á kaffi einhverja daga eða dagsparta og fá smá sumar- og túrista stemningu :D

Nú hefst biðin endalausa eftir einkunnunum, ætla samt nú í ár að takmarka mig við einu sinni á dag að kíkja á netið til að athuga hvort eitthvað sé komið - gæti líka stofnað svona félag við bekkjarsystur sem virkar þannig að hver okkar kíkir einu sinni á dag, á mismunandi tímum, og sms-ar á hópinn ef eitthvað er komið !!

En mín kæru...sumarfrí framundan og mikil tilhlökkun hér á bæ!!
Vona að það sama gildi um ykkur :)

5 Comments:

At 11/5/07 08:19, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn gullið mitt. Ég vona að þú hafir sofið vel í nótt, og þú hafir átt ljúfa drauma. (Eða kannski hefur þig bara ekkert dreymt vegna þreytu á öllum próflestrinum. Hlakka til að heyra í þér á eftir. Þangað til 1.000 bussi elskan mín frá þinni mömmu.

 
At 11/5/07 15:58, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja sit hérna á Reykjavíkurflugvelli og bíð eftir að komast í næstu vél!

Nú ert þú örugglega orðin dofin í hendinni... á fullu að koma frá þér fróðleik ;)

En þú verður búin þegar þú sérð þetta komment - til hamingju með að vera búin í prófunum!! :D :D

 
At 12/5/07 11:25, Blogger Ragga said...

Hæ mamma, það var rosa gott að heyra í þér fyrir prófið og ég fann alveg góðu straumana frá þér :) 1.00 bussi...híhí ;)

Hæ Olga...þú ert bara yndisleg, takk fyrir sæta sæta kommentið og hafðu það gott í sælunni fyrir vestan, laus frá öllu sem heitir ****verkefni!! :D

 
At 20/5/07 08:20, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn gullið mitt. Datt í hug að skrifa nokkur orð, er farið að "vanta" nýtt blogg frá þér, og hugsanlega nokkrar myndir ef þú átt! Hér var mikið fjör í gær, en Birgir kom fyrir allar aldir með litlu englana, því Adam Breki var að taka þátt í fótboltamóti sem hér var haldið, og dvöldu þeir feðgar fram eftir deginum. Philip hringdi í fyrrakvöld og bað fyrir kveðju, hann var m.a. að biðja um hugsanleg nöfn á litla barni,það fer nú aldeilis að styttast í að það sjái dagsins ljós. Detta þér einhver falleg nöfn í hug , helst með "íslensku ívafi"?. Heyrumst fljótlega elskan. 1.0000 bussi frá þinni mömmu

 
At 14/6/07 19:07, Anonymous Nafnlaus said...

Halló gullið mitt. Ég er búin að vera að reyna að hringja í þig síðan í fyrradag, en sennilega alltaf hist þannig á að þú hefur þá verið í vinnunni.(hringdu í mig elskan þegar þú lest þetta ok?). En þú veist nú ábyggilega að Melanie og Philip eignuðust dóttur í fyrradag, litla Laura Sophie, og allt gekk vel. Fékkstu sendinguna frá mér(þ.e. Ásgeiri? Heyri fljótlega í þér elskan. 1.000 bussi frá þinni mömmu.

 

Skrifa ummæli

<< Home