Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Hjálmafjör

laugardagur, mars 17, 2007

Hjálmafjör



Ég ákvað það í skyndi að skella mér á tónleika með Hjálmum í gærkvöldi...og sá svo sannarlega ekki eftir því!


Rosalega eru þeir flottir!


Það var alveg meiriháttar að hlusta á þá, horfa og dansa :D ...ég var nefnilega svo heppin að hitta skemmtilegt fólk sem tók fyrsta skrefið út á dansgólfið og það fylgdi sko hópur á eftir og það var barasta dansað allan tímann. Þeir voru klappaðir 3x upp!

Enda erfitt að sitja í sætinu og dansa ekki undir Hjálma tónlist...ekki satt? :)

~og mig langar að læra afró dans! Ein þeirra sem ég hitti hefur verið í því og rosalega var gaman að dansa við hana...frjálslegheit í hámarki ;)

Merkilegt að ég skuli ekki vera búin að eignast geisladiskinn þeirra...það verður sko bætt úr því sem fyrst!

8 Comments:

At 18/3/07 20:37, Anonymous Nafnlaus said...

Bara að kvitta fyrir innlitið elsku frænka, og takk fyrir síðast :)

 
At 18/3/07 22:16, Blogger Ragga said...

Takk fyrir innlitið frændi minn og sömuleiðis fyrir síðast...ekki gátum við mikið spjallað en það verður bara við annað og betra tækifæri :) Vona að árshátíðin með nýju vinnufélögunum hafi verið góð ;)

 
At 20/3/07 23:20, Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis frænka. Árshátíðin, minnstu ekki á hana, hún var það slappasta sem ég hef upplifað. Ágætur matur, en engin skemmtiatriði eða neitt annað. Ég sem er vanur árshátíðum frá gamla staðnum þar sem frumfluttir voru heilu leikþættirnir, sápuóperur, söngvakeppnir, söngleikir eða útvarpsleikrit.
Sat til borðs með yndislegu fólki, Jóni og hans konu úr Fosslandinu. Það bjargaði kvöldinu :) Farðu vel með þig elsku frænka.

 
At 21/3/07 08:42, Blogger Ragga said...

Ohhh...en leiðinlegt að heyra, vantar greinilega allan metnað á nýja staðnum - eða kannski bara óuppgötvaðir hæfileikar! Ég spái því að eftir árið verðir þú búinn að planta sjálfsöryggisfræjum í mannskapinn og munu hæfileikarnir blómstra í hverju horni :D

Hafðu það gott elsku frændi :)

 
At 22/3/07 00:37, Blogger Olga said...

Afró! Ég væri sko líka til í það ;)

 
At 22/3/07 08:27, Blogger Ragga said...

Þú ert í Átaki...ættir að skella þér - og þá geturðu kennt mér! ;)

 
At 22/3/07 22:14, Blogger Unknown said...

Jiii hvað þú ert heppin að hafa að farið á tónleika með þeim! Alltof langt síðan að ég fór síðast, þeir eru alveg frábærir!!
Mig langar líka að fara á afródansnámskeið, ég er að spá í að skella mér hérna í Kramhúsinu.. Næg útrás í því trúi ég!! Og mér veitir nú ekki af því! :D
Takk fyrir kveðjuna elsku besta mín..
Ég sakna þín..
Koss

 
At 22/3/07 23:22, Blogger Ragga said...

Já, þeir eru það...en spila víst ekkert í bráð aftur hér á Íslandi :( En við fylgjumst bara vel með þeim og skellum okkur næst þegar þeir spila!

Afródans...já, það er sko eitthvað fyrir þig - ég sé þig alveg fyrir mér í jussubuxum, hlírabol, hárið í hnút og svo bara láta vaða! Andleg og líkamleg útrás á einu bretti :D

Ég sakna þín líka...
Koss~

 

Skrifa ummæli

<< Home