Nemi með meiru Ragnheiður Diljá

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hæ kæru öllsömul

Maður er enn þá á lífi, bara í smá verknáms dvala!

Næst seinasta vikan að hefjast, og ég er búin að sjá og gera MARGT! Hjúkkusjálfstraustið hækkar og lækkar á víxl...allt eftir því við hvað ég er að fást hverju sinni og hvernig mér gengur við það ;)

Ég er núna á Akureyri á Handlækningadeild en fyrir það var ég 2 vikur fyrir sunnan á Kleppi - og hvað það var mikil upplifun! Þar var allt nýtt fyrir manni og svo miklar pælingar sem fóru í gang að ég er fegin að þurfa að skila 10-15 bls verkefni úr því verknámi um eitthvert einkenni geðsjúkdóms og upplifun mína + lærdóm af veru minni á geðdeild :) Þá fær maður aðeins að pústa.

Á meðan ég var fyrir sunnan náði ég að hitta fjölskyldu og góða vini, mikið var gott að sjá ykkur öll :) - alltaf eru þó einhverjir sem ekki gefst stund til að hitta en næsta heimsókn leysir úr því ;)

Í Reykjavík eignaðist ég 5 pólska strætófélaga á Hlemmi! Þeir voru þar alltaf þegar ég kom, við áttum 10 mínútna mállausa skemmtun og svo fóru þeir 2 mínútum á undan mér. Svo veifuðum við þegar strætóarnir mættust á gatnamótunum á leiðinni á Klepp! Bara gaman og lífgaði upp á drungalega rigningarmorgna (alla 10!) :)

Og já...ég keypti mér langþráðan gítar! Nú ætla ég að læra og ef einhver á skemmtilegar en einfaldar nótur á rafrænu formi má sá hinn sami gjarnan senda mér :)

Því miður tók ég afar fáar myndir í þessari ferð minni en ég set nokkrar inn sem ég tók.

Við heyrumst og hafið það gott :)

5 Comments:

At 13/2/07 08:06, Anonymous Nafnlaus said...

Það var mikið að það kom blogg frá þér.. hélt bara að þú værir búin að yfirgefa bloggheimana. En hafðu það gott skvísa. Það biðja allir kærlega að heilsa héðan.
Knús, Guðbjörg og strákalingarnir.

 
At 13/2/07 16:53, Blogger Ragga said...

Gott að sjá að það er ekki gefist upp á manni þó að langt líði á milli færsla ;)

Kærar kveðjur í Mörkina frá mér og alveg pottþétt pabba og Gunnari Má líka :)

 
At 13/2/07 18:28, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Ragnheiður Diljá!
Ég er ekki viss um að þú munir eftir mér en ég villtist inn á síðuna þína og eftir að ég sá nafnið þitt fór ég og kíkti á myndir.. var nú ekki viss um að þetta værir þú en fékk smá hjálp frá mömmu og þegar loksins kom mynd af þér og bróður þínum frá því þið voruð svona 6-7 ára þá vorum við nú alveg vissar!!
Gleymi því aldrei þegar við fengum súputeninga í eldhúsinu hjá mömmu þinni eða þegar við hoppuðum uppi á þakinu á Skodanum hans bróður þíns.. ;)
Langaði bara að skilja eftir smá kveðju!
-Martina, eitt sinn Mánagötu 3 !

 
At 14/2/07 08:21, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo ljosið mitt. Takk fyrir siðast i simanum i gær. Engar storfrettir, langaði bara aðeins að kvitta. Gaman að lesa kveðjuna fra Martinu, eg man eins og gerst hafi i gær hvað þið voruð solgnar i suputeningana a Managötunni, skylduð þið enn fa ykkur einn og einn? Gangi þer vel með gitarinn og allt annað elskan. 1.000 bussi, þin mamma

 
At 14/2/07 19:22, Blogger Ragga said...

Hæ Martina, en gaman að heyra frá þér eftir öll þessi ár! Auðvitað man ég eftir þér...og súputeningunum en reyndar man ég ekki eftir Skodanum (og vona að bróðir minn geri það ekki heldur!). Hins vegar man ég t.d. vel eftir því þegar við horfðum á Leiðarljós heima hjá þér og mamma þín las fyrir okkur textann ;) Endilega sendu mér smá póst á raggagella@hotmail.com, það væri gaman að kíkja á þig einhvern tímann þegar ég kem í bæinn :)

Ég veit ekki með Martinu en það er afar langt síðan ég hef fengið mér súputening...en namm hvað okkur fannst þeir góðir í eldhúsinu hjá þér mamma á Mánagötu 13!

 

Skrifa ummæli

<< Home