Nemi með meiru Ragnheiður Diljá

mánudagur, janúar 08, 2007

Jæja gott fólk,
hvað syngur í ykkur svona eftir að jólin eru formlega búin? Allt gott vona ég :)

Sjálf er ég í skýjunum því ég er loksins búin með seinasta prófið!! Jey :) Það var rosalegur léttir að ganga út úr Oddfellow...og tölti ég léttfætt í Bónus til að versla og fylla á ísskápinn minn sem var farinn að tæmast þar sem ég eyddi ekki miklum tíma í búðarferðir meðfram prófalestri...nú ætla ég að elda mér kjúkling :) og dunda mér við það!

Jólin og áramótin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og vina. Ég missti reyndar tvær vinkonur mínar suður - og saknaði sárt - en þær ætla að vera hér í sumar hjá mér í staðinn! ;) Við héldum Litlu jólin okkar saman á laugardaginn og settum pakka undir pínupínulitla jólatréð hennar Stínu og það var ægilega krúttlegt :oÞ Stephanie samdi lítið jólalag sem heitir "Gleðilega Jólarest" sem verður gefið út um næstu jól! er það ekki??

Annars spilaði ég mikið um jólin...og mun sennilega seint toppa það! svo mikil var spilamennskan...og var sjaldan farið að sofa fyrir kl. 04!

Áramótaboð fyrir fjölskylduna var heima hjá pabba...19. áramótin í röð og hann stóð sig eins og hetja eins og vanalega með glæsilegri eldamennsku fyrir allan mannskapinn. Föðurbræður mínir sáu svo um flugeldasýninguna sem hefði sómað sig fínt ein og sér! Enda ákváðum við að taka bara eitt núll aftan af summunni þegar þeir fóru að reikna út heildarkostnaðinn!!! ;)

Nú er bara skóli á fullu...samt bara í eina viku því þá byrjar verknámið á fullu og ég þarf að rífa mig aftur úr nýendurfenginni rútínu og flytja mig suður á bóginn. 2ja vikna geðdeildarverknám og verður gott að hitta góða vini og fjölskyldu fyrir sunnan eftir erfiðan dag á vakt :) Ég kem sem sagt 19. janúar ;)

Ég set inn myndir við tækifæri,
hafið það gott þar til næst og við heyrumst.

17 Comments:

At 8/1/07 19:11, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan min. Nu geri eg enn eina tilraun og vona að það gangi nu betur en i siðustu skipti. Við vorum auðvitað að tala saman rett i þessu og tölum aftur saman þegar eg hef lokið þessu "commenti".Heyrumst eftir sma stund, þin mamma

 
At 12/1/07 00:08, Blogger Agust said...

hæhæ
jæja skólinn byrjaður hja þér, gaman gaman :)
svo kemuru suður en það verður ennþá meira gaman :)
kv gusti

 
At 13/1/07 11:06, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvísa.
19. áramótin í Reykjasíðunni, vá.... við kannski náum að koma einhverntímann í framtíðinni og vera með í stuðinu :)
Annars bara allt gott að frétta héðan og 6 dagar í nýjasta frændann.
Knús frá mér og hinum til þín.;)

 
At 14/1/07 18:37, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku frænka :) kíkti á bloggið þitt, gaman að lesa eins og áður. Ég opnaði sjálfur blogg í dag og skrifaði fyrstu færsluna ...!! svo er bara spurning hvort þær verða fleiri (hk.blog.is) á mbl.
Vona að þér gangi vel því þannig á gullmolum að ganga :):)
mbk:)Hólmgeir

 
At 15/1/07 14:35, Blogger Ragga said...

Mamma: þetta er allt að koma hjá þér, bara prófa og vera óhrædd við það ;)

Ágúst: jahá, það segirðu sko satt! :D Svo skemmir ekki fyrir orðrómur þess efnis að partý verði haldið að Skipasundi í vísó...eitthvað til í því? Heyrumst ;)

Guðbjörg: ég vona það...það yrði líka ennþá meira stuð að fá ykkur stuðboltana! :D 4 dagar...Stórt knús til ykkar allra.

Hólmgeir frændi minn: er búin að kíkja á bloggið þitt og líst vel á það...vona að þú haldir áfram með það ;) Takk fyrir fallega kveðju :)

 
At 16/1/07 01:13, Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf er maður að finna fleiri og fleiri í þessum bloggheimi:) takk kærlega fyrir kveðjuna!! Ekki spurning ég kem við á morgun og kveð ykkur öll:) á eftir að sakna ykkar heilan helling, en verð komin nógu tímalega til að geta setið í fremstu röð og sungið hástöfum með á lokatónleikunum ykkar!!
Hafðu það gott:)
kv
Valdís

 
At 16/1/07 13:57, Blogger Ragga said...

Gott að heyra það Valdís ;)
Sjáumst í kvöld, hressar að vanda!

 
At 16/1/07 19:05, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Bestu þakkir fyrir hrosið! Nu er aldeilis farið að styttast i suðurkomu þina og eg tel dagana þangað til við loks hittumst. Sjaumst hressar og katar, I love you, 1.000 bussi, þin mamma.

 
At 17/1/07 23:26, Blogger Agust said...

hæhæ
ja party.....það litur út fyrir það það náist ekki :( eg á eftir að gera svo mikið að partyið verið að bíða til betri tíma :(
Þu ert velkomin að skoða ef þu vilt ef þu ert í bænum
kv gusti

 
At 17/1/07 23:50, Blogger Ragga said...

Ég heyri í þér á föstudaginn mamma, love you too :)

Það er allt í besta lagi Gústi, þetta er svo partýglaður bekkur að það verða eflaust næg tækifæri ;) En ég kem og kíki á þig - ekki spurning - og hver veit nema ég bjóði upp á eitt stykki hjálparhendi eða tvær...:)

 
At 31/1/07 17:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, hvernig fór þetta með Kanadaferðina í sumar, ferðu í staðin fyrir Ástu Sól?

 
At 1/2/07 19:59, Blogger Ragga said...

Já! Fékk það staðfest núna í vikunni...31. júlí verð ég einn af fararstjórum syngjandi Húsvíkinga! Þarf bara að brosa, vera skemmtileg og sjá til þess að fólk skili sér í rútuna ;) Svo kynni ég verkefnin þess á milli. Ætla svo að vera aðeins lengur en þau, hjá Wöndu og Tim :) Þetta verður frábært.

Heldurðu að maður sjái þig e-ð í borginni áður en ég fer norður á sunnudag? Eða ertu kannski komin til AEY og byrjuð í skólanum?

 
At 4/2/07 14:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Takk fyrir siðasst i simanum rett aðan. Þegar þu lest þetta verðurðu komin aftur norður, og klar i slaginn a morgun. Farðu vel með þig elskan og endilega haltu afram að "blogga" af og til, eg tala nu ekki um að setja inn myndir. Ilove you, 1.000 bussi, þin mamma. p.s. Merkilegt nok, eg finn bara ekki kommuna einhverra hluta vegna!

 
At 8/2/07 09:13, Anonymous Nafnlaus said...

Sael skvis!

Tilhamingju med Kanadaferdina! Ferdamennirnir eru heppin ad hafa thig sem farastjora!

Jaeja bradum sameinast "three musketeers" aftur. Thad er rosalega fint ad vera herna i Sviariki - en a margan hatt er lika rosa fint ad komast aftur heim i sina ibud og med sinum yndislegu vinum, i sinum kor o.fl., o.fl. s.s. hlakka til ad sja thig aftur eftir ca. 3 vikur
Thangad til blessun og nad yfir thig...till we meet again....

Hej då!
Steph.
P.S. Hvernig hefur okkar madur gengid i X-factor? Er hann enntha inni? Kaer kvedja til allra a Akureyri (sko sem eg thekki..hihi...)

 
At 8/2/07 18:13, Blogger Ragga said...

Takk sömuleiðis mamma, ein vika búin á handlækningadeild og líkar gengur rosa vel. Ég heyri í þér bráðum...fingurkossar þangað til :)

Ég skil þig vel Stephanie, mér fannst svo gott að leggjast á koddann minn þegar ég kom heim til AEY aftur ;)

Stína var líka hálf lónlí án okkar :( Þetta verður skemmtileg sameining eftir bara 3 vikur!! Jey :D

Sigga gengur vel og hefur ekki fengið nema góð komment frá dómurunum. Ég fór í Smáralind síðasta föstudag...svaka fjör :) og ætla svo að fylgjast með á morgun í sjónvarpinu.

Hafðu það rosa gott í Svíþjóð það sem eftir er og gott að heyra að þú sért á leið til baka...ég var farin að óttast e. síðasta sms að ég myndi missa þig til Svíþjóðar strax!

 
At 9/2/07 00:02, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku besta frænka :) ....
Hverning er þetta með fallega bloggið þitt ertu alveg hætt að senda ljósið þitt út á vefinn!?

Hlakka til að sjá eitthvað nýtt frá þér, þó það væri ekki nema smá brot af huganum þínum eða hlýjunni.

Bestu kveðjur og farðu vel með þig því þú átt eftir að setja mark á heiminn :):) HK

 
At 9/2/07 09:00, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo ljosið mitt. Eg er hjartanlega sammala siðasta ræðumanni, og bið spennt eftir næsta "bloggi" fra þer elskan. 1.000 bussi þangað til, þin mamma.

 

Skrifa ummæli

<< Home