Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Einbeitingin vanfundin og "ill-haldbær"

þriðjudagur, desember 12, 2006

Einbeitingin vanfundin og "ill-haldbær"

Úfff...seinasta prófið eftir, á fimmtudaginn, og ég er að berjast við að halda einbeitingunni! Ég er búin að senda jólakort og skreyta hjá mér fyrir jólin (ef 1 aðventuljós er nóg til að kalla herbergið skreytt!) þannig að ég get ekki gert það í staðinn fyrir að læra. Ég þarf ekki að laga til því þess þarf ekki, það var undankomuleið frá lærdómi í síðustu viku ;) Ég þarf ekki að elda því ég á nóga afganga til að endast mér fram á fimmtudagshádegi fyrir próf...

Þannig að ég verð bara að læra!

Og fara á litlu jólin hjá kórnum mínum í kvöld, það verður fjör :D Ég ætla að koma með vínber til mótvægis öllum sætindunum sem mig grunar að verði á borðum og svo verður viðkoma í Tiger í leiðinni til að finna eitthvað ódýrt og skemmtilegt í pakka...já! Það er sko allt tilheyrandi sem maður man eftir frá því í grunnskóla ;) Gleymdi samt að spyrja hvort maður ætti að koma með kerti...er það ekki hefðin?

Ps: mér er ekkert illa við að fá komment þannig að endilega ekki liggja á þeim ;D

8 Comments:

At 13/12/06 13:27, Anonymous Nafnlaus said...

En gaman hjá þér! ;) Hlakka til að heyra af þessum kvöldum í rólegheitum á föstudaginn.
Það er eitt gott við það að fara í gegnum alla þessa streitu sem prófin valda: maður kann miklu betur að meta frítímann sinn. Þol fyrir næstum hverju sem er eykst líka! ALLT er nú betra en prófin ;)
Gangi þér vel dúllan mín og höfum augun á markinu - alveg að hafast...

Stephanie

 
At 14/12/06 17:47, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er alveg rétt hjá þér Stephanie, í prófatörn er ALLT betra!!

En nú erum við LOKSINS búnar og komnar í Jólafrí :D

 
At 15/12/06 10:05, Anonymous Nafnlaus said...

hæ skvís.
Ég er allt of löt við að kommenta hjá þér, en ég hef þá afsökun núna að ég hef ekki kíkt lengi.
Hvernig eru prófin annars búin að ganga, verður spennandi að heyra.
Bið að heilsa öllum þínum.
Knús frá okkur í DK.

 
At 18/12/06 12:31, Anonymous Nafnlaus said...

Prófin eru búin og það er gott, aftur á móti er afar erfitt að vita hvernig gekk í þessum prófum...sérstaklega síðasta sem var bara skrifskrif próf. Þannig að það kemur í ljós eftir jól ;)

Knús til ykkar í Danmörk, ég heyri líklegast í ykkur úr Núpasíðunni á aðfangadag ;)

 
At 25/12/06 11:44, Blogger Agust said...

gleðileg jól og takk fyrir árið sem er að líða.
kv gusti :)

 
At 26/12/06 14:29, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól Ágúst
-og takk sömuleiðis :)

 
At 2/1/07 09:40, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ! Gleðilegt ár! :D

Ég kem aftur í dag - vildi "vara þig við" ;) vonandi ertu búin að hafa það rólegt og gott yfir hátíðirnar :)

Sjáumst!

 
At 2/1/07 17:08, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir "viðvörunina", ég kem líklegast í kvöld eða á morgun ;) Sjáumst!

 

Skrifa ummæli

<< Home