Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Make-up menningin

föstudagur, desember 08, 2006

Make-up menningin

Það var núna um daginn að ég fékk 2 eftirfarandi setningar, ásamt fleirum skemmtilegum um muninn á körlum og konum, í pósti:

Karlmenn vakna jafn fallegir og þeir fóru í rúmið.
Konum einhvern veginn hrakar á nóttunni.

Ég hló og hló :D og svo fór ég að hugsa...af hverju ætli hlutirnir hafi þróast þannig að konur í okkar menningu (alla vega yfirgnævandi meirihluti) máli sig en ekki karlmenn (eða alla vega ekki mikill meirihluti)?

Þeir gætu allt eins skellt á sig smá maskara til að undirstrika augun eða sett smá gloss á sig, með eða án glimmers, svona til að sýna smá lit! Er annars nokkur munur á karlmannsaugum/-vörum og kvenmanns-?

Sjálf streittist ég lengi við að byrja að mála mig, nennti ekki að falla í þá gryfju! Ég man sérstaklega hversu kjánalegt mér fannst að heyra konur í þættinum hennar Opruh Winfrey segjast ALLS EKKI geta hugsað sér að fara út úr húsi ómálaðar!! Svo einhvern veginn, einhverra hluta vegna, byrjaði ég á þessari vitleysu sjálf smám saman og nú skil ég þessar konur aðeins betur. Að mála sig er eins og ein af þeim flíkum sem maður klæðir sig í á morgnana...ekki myndir þú fara út úr húsi án þess að fara í nærbuxur (eða hvað?)!

Kannski í framtíðinni munu löng og lokkandi Yves Saint Laurent augnhár einkenna hinn fágaða karlmann og glimmerbleikar Lancome varir bera vott um kátlyndi. Spurning...

Svo er hægt að snúa blaðinu algjörlega við og segja að það séu forréttindi kvenna að geta útfært sig á svo margan mögulegan hátt, allt eftir því í hvernig skapi þær eru og fötum! Karlmenn eru bara alltaf eins :D

Já...þar hafið þið það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home