Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Niðurtalning

sunnudagur, desember 03, 2006

Niðurtalning

Já, enn og aftur er hún hafin...niðurtalningin til jóla á baksíðu Moggans :) Alltaf jafn vinalegt - samt er svo stutt síðan hún var seinast!

Þrátt fyrir prófalestur hef ég reynt að taka þátt í jólagleðinni og eignaðist ég mitt fyrsta aðventuljós um daginn. Það er hvítt og ódýrt úr Rúmfatalagernum! En ég bara skellti á það fallegum jólalímmiðum sem ég keypti í næstu búð - Nettó - og úr varð hið fallegasta merki um að jólin séu í nánd :) Bið ekki um meira :D

2 dagar í fyrsta próf og ég er ansi róleg, vonandi samt ekki of róleg! Ég, Stephanie og Stína vinkonur mínar höfum aldrei upplifað aðra eins prófatörn! Það má varla á milli sjá hver okkar er rólegri þegar við hittumst í kvöldgöngutúrunum okkar ;)

Tónleikar með kórnum mínum í kvöld og það verður sko gaman eins og alltaf. Það eru 3 í desember og jólalögin fara að verða meir og meir áberandi hjá okkur og smá auka eftirvæntinguna til jóla :)


Ps: Þið verðið að afsaka litaleysið í dag, veit ekkert hvað hefur orðið um alla litina sem hafa verið á boðstólnum áður ??

2 Comments:

At 4/12/06 15:09, Anonymous Nafnlaus said...

Já ég staðfesti hér með það sem Ragnheiður sagði hér að ofan: þetta er sannarlega skrýtnasta próftörn sem ég hef nokkurn tímann upplifað á allri minni skóla göngu! En ég er ekkert að kvarta, alla vegna ekki enn ;)
Ragnheiður mín, it´s been a pleasure!! Gangi þér rosalega, rosalega vel á lokasprettinum....sjáumst HRESSAR að vanda ;)

Stephanie

 
At 4/12/06 20:22, Blogger Ragga said...

Sönn ánægja, svo sannarlega ;);)

Vona að maturinn frá nýja staðnum hafi verið betri núna en seinast og gefið þér orku á lokasprettinum!

SúperDúperHressar :D

 

Skrifa ummæli

<< Home