Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Frost er úti..

laugardagur, nóvember 18, 2006

Frost er úti..

...og það líka ekkert smá!

Ég vaknaði í morgun og sá þennan fallega sólskinsdag út um gluggann minn og ákvað að labba bara í afmælið til Kidda Kalla litla (sem stækkar, 7 ára í dag!) frænda míns - ca klukkutímagangur og ágætis útivera. Lærði þangað til og dreif mig svo nokkuð vel búin út því ég var búin að heyra að það ætti að vera dálítið kalt næstu daga.

Svo gekk ég af stað og jújú...það var alveg pínu kalt en ekkert til að tala um svo sem. Eftir svona hálftíma, þegar ég var komin út fyrir bæinn fór nú aðeins að kárna gamanið þegar ég var farin að finna all verulegan dofa í höndunum...reyndi þá eitthvað að hrista í þær líf...og svo var ég allt í einu farin að hugsa á þá leið að ég skildi alveg núna hvernig fólk til forna gat orðið úti á heiðunum að vetri til...!!! Sá svolítið eftir að hafa ekki þegið far hjá manninum sem stoppaði til að athuga hvort ég þyrfti far - en þá var ég farin að sjá fyrir mér dálítið svakaleg kalsár sem ég lærði um á síðasta ári :/ En ég ætlaði mér að klára ~ heimska eða þrautseigja? Dæmi hver fyrir sig ;)

Við pabbi horfðum á myndina Da Vinci code í kvöld, fínasta mynd og vel gerð. Paul Bettany dáldið hrikalegur ekki satt!? Alla vega, við vorum sammála um að hugsa okkur 2var um áður en við læsum bókina - ég er nokkuð viss um að mín litla sögulega þekking myndi ekki þola þetta of raunverulega skáldskaparívaf sem höfundurinn vefur um sögulegar staðreyndir!

Framundan er svo bara heimildasöfnun, -lesning og verkefnavinna um helgina og skóli á mánudaginn eftir 6 vikna hlé. Það verður skrítið að setjast aftur á skólabekk, en það verður bara í nokkra daga því prófin eru á næsta leiti - hvað ætli sé langt...held það séu 16 dagar - vá hvað það styttist!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home