Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Seinasti dagurinn

föstudagur, ágúst 11, 2006

Seinasti dagurinn

Þessi vika hefur verið frekar furðuleg! Seinasti heili dagurinn okkar hér í Kanada er á morgun og á sunnudagsmorgun verð ég komin heim til Íslands eftir 6 vikna, ótrúlega skemmtilega dvöl hér í Kanada.

Íslendingadagurinn var seinasta mánudag og er helgin á undan hátíðarhelgi í Gimli og margt um manninn! Við vorum sjálfboðaliðar á golfmóti, dansleik, fórum í tívolí og höfðum það bara notalegt öll saman í Gimli. Við hittum nokkra Snorra þátttakendur (þeir sem fara frá Bandaríkjunum og Kanada til Íslands í svipuðum erindagjörðum og við) í grillveislu á sunnudeginum og þar bauð ég mig fram sem forseta Snorra/Snorra West þátttakenda félagsins! :) Sem þýðir að ég á eftir að vera viðloðin þetta prógramm lengur sem er bara fínt mál! Daginn eftir voru þau með okkur í skrúðgöngu ásamt fullt af öðru fólki...þar veifuðum við til alls fólksins sem að fylgjast með skrúðgöngunni ;)

Í kvöld buðum við nokkrum hingað heim til mín - Angie og Bailey kanadískum vinkonum mínum og Bergrúnu og Kristbjörgu Snorra West vinkonum mínum - í mat og póker spil. Síðan fórum við með litlu kanadísku vinkonum mínum Janessa og Carrigan og Laufey Snorra West þátttakanda í bátsferð. Kvöldið endaði svo með ferð í gamalt og yfirgefið "draugahús" sem var afar hryllilegt í dimmunni!! en mjög spennandi að ganga um það - við brugðum aðeins á leik eins og sjá má á myndunum ;D

Þegar ég kem heim ætla ég að skrifa lokapistil hér inn á heimasíðuna og setja inn myndir sem ég á eftir að setja inn. Þangað til set ég inn nokkrar til málamyndana og segi: Sjáumst bráðlega!!

3 Comments:

At 11/8/06 13:33, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt ! Þu hefur nu aldeilis farið snemma a fætur i morgun. Eg opnaði heimasiðuna þina bara af rælni þvi eg atti ekki von a að þu myndir skrifa meira fra Kanada. Eg talaði við Gunnsa i gærkvöld og þeir voru i oðaönn hann og pabbi ykkar að klara að pakka a Grandaveginum, og eru a leið norður i dag. Hann er ekki tölvutengdur svo hann var ekki buinn að sja þina færslu, þ.e. þa siðustu.Enn og aftur elskan, goða ferð og heimkomu. I LOVE YOU hjartað mitt, þin mamma. rld

 
At 12/8/06 08:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að sjá þig:D
Góða ferð heim.

 
At 15/8/06 16:25, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að fá þig heim :D Er farin að bíða svo spennt að sjá þig enda meira en ár siðan :)

 

Skrifa ummæli

<< Home