Endurkoma í bloggheima
Sökum fjölda (2ja) áskorana hef ég ákveðið að boða komu mína í bloggheima á ný!
Það verður þó ekkert að ráði fyrr en ég er búin að fá tölvuna/netkortið í lag svo ég komist á netið heima - fer með hana til félaga minna í Gagnasmiðjunni á föstudaginn sem eru svo liðlegir alltaf að redda því fyrir mig :)
Í bili er allt gott að frétta, seinasta vikan í verknáminu hafin og finnst mér það miður. Það er rétt núna sem ég er að komast í gírinn - það tekur mig alltaf dálítinn tíma að finna mig og verða örugg í verknáminu. Í dag var sérstakur dagur og fann ég loksins aftur tilfinninguna fyrir því að ég eigi eftir að verða góður hjúkrunarfræðingur. Stress undanfarnar vikur var búið að kaffæra þessa tilfinningu um tíma og pínu vanmáttarkennd komin í staðinn!! - þannig að þetta var kærkomið :)
Styttist í próf - en það er bara gaman ;)
5 Comments:
Hallo gullið mitt. Mikið var gaman að sja i morgun að þu ætlar að halda afram að blogga. Eins og eg hef alltaf sagt og segi enn, þa eru fædd i hjukrunar og ummönnunar hlutverkið, ekki efast um það eitt augnablik elskan min. Pakkinn alltaf a leiðinni, og nær til þin fyrir rest! Hringi i þig mjög fljotlega, kysstu Gunnsa fra mer og farðu vel með þig elskan. 1.000 bussi, þin mamma.
hey skvís...
hvernig er það með þetta verknám segirðu... felst það þá aðallega í að stinga fólk með nálum ???
brr... fæ alveg hroll :)
Takk fyrir kveðjuna mamma. Það er spurning hvort við ættum ekki bara að sleppa því að senda þessa pakka sem virðast hvorugir ætla að komast á leiðarenda (þ.e. minn til þín og þinn til mín) og bara eiga þá sjálfar...nei annars, það er ekkert spennandi! :)
Solla skvís, já...nálastungur eru dálítið stór hluti þessa náms og starfs þannig að ég myndi ráðleggja þér að halda þig bara við lögfræðina og láta mig um hjúkrunina! :D
Gaman að sjá að þú sért farin að blogga aftur :D
Takk fyrir það Soffía ;)
Skrifa ummæli
<< Home