Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Keflavík - Minnesota - Winnipeg

föstudagur, júní 30, 2006

Keflavík - Minnesota - Winnipeg

Jæja...nú er barasta komið að því. Brottfarardagurinn er runninn upp – og ég er ekki alveg að kaupa það! En fyrst að dagatalið segir það þá verð ég víst bara að trúa því :)

Ég er búin að eiga tvo virkilega góða daga í Reykjavík. Komst reyndar ekki fyrr en síðdegis á miðvikudag í staðinn fyrir um hádegið eins og ég ætlaði mér, þar sem ég hafði – svo gáfulega – pantað mér 11 flug f r á REYKJAVÍK...hmmm... passaði víst ekki alveg eins og ég og pabbi sáum þegar við komum inn í tóma flugstöðina! :D

Fékk óvænt rosa góðar móttökur á flugvellinum þar sem Inga hans Bigga bóa og strákarnir þeirra, Adam og Vigfús, komu og sóttu mig og áttum við öll góða stund saman á afmælinu hans Vigfúsar áður en þau fóru til Spánar í gær. Biggi keyrði mig svo á kaffi Hljómalind þar sem Gunni bróðir vinnur og gerði ég þar nokkra kaffibolla...það minnti mig á Bláu Könnuna mína ;)

Við Stephanie vinkona eyddum svo gærdeginum saman og fórum m.a. á fyrsta dag útsölu! Ég keypti mér nú ekki mikið, þar sem ég er nú á leiðinní út í úrvalið þar, en ég náði svona aðeins að hita mig upp (get stundum verið pínu sein í gang), liðka kortið til og koma mér í kaupgírinn ;D Aftur á móti hjálpaði ég Stephanie að hætta að skila fötum aftur á slána án þess að máta þau og þannig aðeins að víkka út fatavalssjóndeildarhringinn hjá henni :)

Svo skemmtilega vildi til að Hólmgeir frændi og afmælisbarn og strákarnir hans, Kári og Karl, voru líka að leika sér í borginni og náði ég því að smella kveðjukossi á þá feðga í Kringlunni :)

Í gærkvöldi fór ég svo út að skokka á Sæbrautinni og aðeins út á Seltjarnarnesið – naut kvöldsvalans í botn áður en hitasvækjan tekur við :/ Á Sæbrautinni fékk ég svefngalsa og tók upp á því að hoppa og skoppa á milli steinanna í grjótgarðinum! Ekki kannski það sniðugasta sem maður getur gert þegar maður hefur plön sem gera ekki ráð fyrir gifsi og hækjum!! En gaman var það ;)

Nú er ekki víst hvenær ég kemst í net næst...vonandi fyrr en seinna. Hafið það öll rosa gott þangað til næst :)

4 Comments:

At 30/6/06 10:23, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Ragnheiður.
Góða ferð út og gangi þér vel, við munum kíkja reglulega á þig.
Knús og kossar frá Maríuhæðum :)

 
At 30/6/06 16:43, Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð ! :)

 
At 30/6/06 18:46, Anonymous Nafnlaus said...

hehe ja hoppa og skoppa segiru :) líst vel á það en þú ert ekkert en þú ert ekkert enn komin í flug gírinn eins og við vorum alltaf í djöfull vorum við magnaðar í skokkinu á ak vorum bara orðnar þekktar flyrir þviliku tilþvrifin í skokkinu hehe eða mér fannst það alla vega :P
Hlakka svo til að taka flug skokkið með þér þegar þú kemur heim ég mun bíða spennt en skemmtu þér vel dúllan mín og vertu dugleg að strauja kortið hehe en allt í lagi að gera það stundum knús frá hollandi xx :P

 
At 1/7/06 16:08, Blogger Ragga said...

Hae Gudbjorg og co, gott ad vita af ykkur i Mariuhaedum af fylgjast med mer :) Kossar og knus til ykkar lika.

Takk fyrir tad Stina :)

Og ja Lilja, vid tokum flugid nidur hja skautasvellinu tegar eg kem heim, og tarzan hropin lika!! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home