Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Íslenskt sumar

mánudagur, júní 26, 2006

Íslenskt sumar


Nú eru síðustu forvöð fyrir mig að njóta íslenska sumarsins áður en ég kveð það, ótrúlegt en satt þá er það alveg hægt núna!

Ég gekk inn Glerárdalinn í gær í alveg hreint yndislegu veðri og um kvöldið skelltum ég og Stína vinkona mín okkur í golf í sveitinni! Það var óóótrúlega gaman, við skildum vel hvernig fólk getur fengið golfbakteríuna þegar það fer að ná að skjóta kúlunni lengra en 5 metra í hverju skoti!! ;) Markmiðið mitt á fyrstu brautunum var að halda kúlunni inni á vellinum - og gekk það nú mis vel - en síðan komst maður í smá golf gír og leyfði þessu bara að flæða og viti menn! Kúlan fór upp frá grasinu, flaug tignarlega í loftinu (m.a.s. nokkra metra) og lenti (NB) inni á teignum aftur!! :D

Hittum líka ansi skemmtilega golfara, sumir voru "aðeins" betri en við og hleyptum við þeim nú fram úr svo þeir yrðu ekki í alla nótt með hringinn sinn! Aðrir voru...jah...ekki alveg hefðbundnir golfarar...aðeins komnir í glas og var leikurinn afar skrautlegur fyrir vikið!! Við Stína höfðum mikið gaman af þeim og endaði kvöldið með því að við tókum seinustu brautina með þeim og hinum tveim sem voru búnir með allan hringinn (fóru s.s. ekki styttri leiðina vegna tímaskorts eins og við og skrautlegu félagarnir). Þetta var mikið fjör :D

Nú eru bara 2 dagar þangað til ég fer til Reykjavíkur og 4 þangað til ég fer til Kanada...styttist óðum maður lifandi! Búin að þrífa herbergið hátt og lágt og þvo þvott þannig að á morgun verður pakkað, fjölskylda og vinir kvaddir, spagettí að hætti pabba sem lokamáltíð að minni ósk ;) og á miðvikudagsmorgun fer ég í hafragraut til afa og ömmu áður en ég fer í flug :)

Setti inn nokkrar myndir ;)

6 Comments:

At 27/6/06 06:36, Anonymous Nafnlaus said...

Já það er aldeilis bara byrjuð i gólfi verður nú að taka mig með við tækifæri. Er svo búnað koma okkur í gönguhóp á mánudagskvöldum svo nú er bara harkan Ragga þegar þú kemur til baka sem sagt gönguhópurinn og gamli góði hlaupahópurinn ;) Góða ferð og hlakka svo mikið til að sjá þig :D

 
At 27/6/06 16:51, Blogger Ragga said...

Mér líst vel á það. Svo getur þú byrjað að hanna hlaupafötin okkar á meðan ég er úti og mundu að minn á að vera bleikur ;) Við verðum sko flottar í stíl ;D Hlakka líka til að sjá þig.

 
At 27/6/06 19:15, Anonymous Nafnlaus said...

Já það var heldur betur líf og fjör á golfvellinum. Ekki á hverjum degi sem maður sér hífaðan gaur í pilsi leika gólf :)
Þeir sem komu á golfvöllinn daginn eftir hafa pottþétt fundið eitthvað að þeim 14 kúlum sem skrautlegu gaurarnir týndu á fyrstu tveimur brautunum ;)

 
At 27/6/06 21:05, Anonymous Nafnlaus said...

O hvað ég vildi að ég hefði verið með ykkur! Þið bararasta verðið að taka mig með í golf í ágúst!
Annars hlakka ég til að sjá þig Ragnheiður mín í Kringlunni á morgunn áður en þú flýgur af landi brott.
Sjáumst hressar...
Stephanie

 
At 29/6/06 23:55, Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Jahérna, svo þú ætlar að vera á flugvellinum á sama tíma og ég. Þú verður að lofa að blogga reglulega að Westan og góða ferð ef ég skyldi ekki sjá þig í fólksmergðinni á flugvellinum.

(ég og mamma þínum vorum í sama bekk í gaggó)

 
At 30/6/06 08:19, Blogger Ragga said...

Já Stína...hugsa sér ef þeir hefðu nú klárað brautina - það eru hátt í 60 kúlur! Á einu kvöldi!! Þá er þetta orðið ansi dýrt sport..
Svo tökum við Stephanie með í ágúst og höfum mikið gaman af því þegar hún slær vindögg - þá alveg búnar að gleyma því að við (aðallega ég) áttum þau nú nokkur :D hehe..
Takk fyrir yndislegan gærdag Stephanie..það gat ekki hist betur á að þú skildir eiga frídag ;)

Og takk fyrir kveðjuna Anna, ég vona að þú eigir gott ferðalag fyrir höndum líka.

 

Skrifa ummæli

<< Home