Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: 2ja vikna Reykjavíkurmær...alveg að fíla það !

fimmtudagur, október 04, 2007

2ja vikna Reykjavíkurmær...alveg að fíla það !

Hæ allir!
Jæja, þá er mín komin aftur...stödd norðan heiða eftir frábæra dvöl í Reykjavík. Hansi og Guðbjörg...tusund tak fyrir að opna heimili ykkar fyrir mér :) Verknámið gekk mjög vel OG ég náði að nýta lausar stundir til þess að eiga rosa góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

Ég náði m.a. að taka þátt í surprise afmæli Evu vinkonu, leika mér í fótbolta og körfubolta með Bigga bóa og frændum mínum, týna sveppi með mömmu í Fossvoginum, sjá mynd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, fara á kaffihús og fá mér te með sojamjólk + froðu + kanil (mmm), borða nesti við andapollinn og sleppa naumlega undan ágengni fastagesta þar!, villast á göngu minni í Kópavoginum (klukkutímaganga varð að 3ja tíma göngu), kíkja í Fylgifiska á Skólavörðustígnum (rosa góður fiskur), fara á tónleika með Dikta, Ölvis og Jan Mayen og dansa...auðvitað :), halda smá ræðu á þingi Þjóðræknisfélagsins og halda upp á Litlu Jólin með vinum mínum Stepanie, Héðni og Sindra...

Hehe, já þið lásuð rétt: Litlu Jólin...í september - en ekki hvað? ;) Við ákváðum það áður en ég og Stephanie fórum suður að halda upp á litlu jólin með öllu tilheyrandi, þ.e.: Jólamatur (hamborgarahryggur, gular og grænar baunir, salat, brúnaðar kartöflur og Rósmarín kartöflur, sósa, heimatilbúið Waldorfssalat, piparsósa), Egils Malt&Appelsín, möndlugrautur, möndlugjöf, pakkar, jólatré, jólaseríur og jólalög! Þetta var æði, mæli með því að gera eitthvað svona útúrkú af og til!

Og við virkilega náðum jólaandanum, enda ekki skrítið þegar maður sat við eldhúsborð eftir 4 klst eldamennsku, með hinn fullkomna jólabita í munninum, yndislega vini í kringum sig og öllum fannst ekkert sjálfsagðara en að sitja þarna saman og raula jólalög, og horfa inn í ljósaskreytta stofuna...

Nú sit ég hérna og rifja upp allar góðu stundirnar sem ég átti á þessum 2 vikum og ég bara er svo heppin að eiga svo marga góða að í mínu lífi, get ekki ímyndað mér hvernig líðanin er að eiga engan að! Ég vildi að enginn þyrfti að upplifa það.

Hafið það gott mín kæru og ræktið tengslin ykkar.
Knús, Ragnheiður Diljá.

Ps: setti inn nokkrar myndir ;)
Pss: kíkkíð á þetta! http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338169/7

4 Comments:

At 4/10/07 19:43, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gullið mitt, takk fyrir síðast í símanum í gær. Mikið var gaman að sjá nýtt blogg frá þér,og ekki síður allar fallegu myndirnar! Loks fékk mamma að sjá "litlu" stúlkuna sína í fullorðins hjúkrunarhlutverki, (sbr. 7 ára hjúkkumyndirnar af þér frá Austurbæjarskólanum!) Ennfremur sniðugt hjá ykkur að halda "litlu jólin" í september, með öllu tilheyrandi,frábært. Að lokum vil ég taka undir með þér elskan, og fannst svo gott hjá þér að setja það i færsluna þín, hvað er mikilvægt og gefandi að rækta tengslin við þá sem okkur þykir vænt um, því það er ábyggilega ekkert eins gefandi. 1.0000 bussi til þín ljósið mitt, þín mamma.

 
At 5/10/07 16:33, Anonymous Nafnlaus said...

Halló aftur Gullið mitt. (enginn friður fyrir mömmu gömlu!!)Yndislegt að sjá þig "life" á þinginu. Er búin að tala við Birgi og ömmu í dag, m.a. til að segja þeim frá nýja blogginu þínu og fínu myndunum, það var reyndar áður en ég sá myndbandið. 1.000 bussi til þín elskan, þín mamma.

 
At 6/10/07 20:48, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ og takk fyrir síðast. Það var nú ekki leiðinlegt að fara í fótbolta og körfubolta með þér. Þeir hafa svo gaman af að leika við þig, þú hefur líka alveg einstakt lag á börum.
Hvernig gekk með ræðuna á fundinum? Varstu stressuð? Það hefur nú ekki verið leiðinlegt að flytja ræðu fyrir fyrrverandi forseta Íslands!!! Gaman að horfa á fréttina sem þú settir inn á bloggið:)
Bless í bili,
Biggi bói

 
At 7/10/07 15:03, Blogger Ragga said...

Hæ mamma mín, alltaf gaman að fá commentin þín - því fleiri því betri :) Ég væri alveg til í að vera í hjúkkubúningnum sem ég var í þegar ég var 7 ára: hvítur kappi, blár kjóll, hvít svunta með rauðum krossi og hvítir háir sokkar!

Og hæ Biggi bói minn, takk sömuleiðis. Þetta var akkúrat stund eins og ég vildi eiga með ykkur: úti að leika. Það verður sko endurtekið næst...kannski á snjóþotum ;)
Ræðan gekk rosa vel, ég var pínu stressuð þegar ég kom upp í púltið en ég vissi alveg hvað mig langaði að segja og sagði það bara. Svo var frekar hvetjandi en hitt að hafa Vigdísi í salnum, hún er alltaf svo indæl að sjá :)
Ef þú færð myndina af þér á formúlubrautinni í gallanum rafrænt máttu endilega senda mér eintak ;)

Við heyrumst!

 

Skrifa ummæli

<< Home