Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Bara snilld!

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Bara snilld!

Þessi síða sem Olga meðleigjandi minn var að segja mér frá er bara snilld!! :)

www.peekvid.com

Alls konar þættir og fleira sem hægt er að horfa á t.d. Gilmore girls, Friends, Who's line is it anyway, Everybody loves Raymond....

Mjög auðvelt í notkun :)

Kannski ekki rétti tíminn að heyra af þessu núna - svona rétt fyrir próf! Þetta er náttúrulega hin fullkomna afsökun til að taka smááá pásu. En maður ætti nú að vera farinn að geta haft vit fyrir sér og forgangsraða rétt og svona...ekki satt? hmm...


Finnst ykkur ekki gaman þegar þið eruð boðin eitthvert ásamt öðru fólki sem þið þekkið ekki af sameiginlegum vin, og allir einhvern veginn smella saman og úr verður frábært kvöld!? Örugglega jafn gaman og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki! ;) Ég átti þannig kaffi og Actionary kvöld í gær og ekki skemmdi fyrir að á staðnum voru 2 kettir og 4 kettlingar til að knúsa :D Henni Ragnheiði þótti það nú ekki leiðinlegt og var að því komin að taka einn með sér þegar hún mundi eftir reglu nr. eitthvað á Klettastígnum sem er víst ekki hliðholl slíkum ákvörðunum :/

En alla vega var svo gaman að ein úr þessum hópi ákvað að bjóða öllum í jólaglögg heim til sín annað kvöld!

Ég set inn myndir þegar ég fæ þær frá Stephanie, þær eru dáldið skrautlegar :D

Og meira er framundan því fyrir og í prófatörninni sé ég fram á 3 kóræfingar og 3 tónleika með kórnum!

Ég sé það að ég hef engan tíma fyrir próf eins og er :/

3 Comments:

At 27/11/06 13:18, Blogger Solla Gella said...

Merkilegt hvað það er alltaf eitthvað betra að gera í prófatörn, halda tónleika, horfa á Friends eða bara hanga á netinu :)
Mér t.d. finnst alveg voðalega mikið þurfa að fara að taka til heima hjá mér þessa dagana :) Skal samt berjast við freistinguna...

 
At 28/11/06 11:41, Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, nákvæmlega:D Hversvegna ætti maður líka að læra fyrir próf og gera ritgerðir þegar eru svo miklu skemmtilegri hlutir að gera:)
Eins og til dæmis að hanga á þessari STÓRKOSTLEGU síðu sem þú varst að veita mér link að:D:D
Ég er svo hamingjusöm að ég gæti sprungið.
Ég var að horfa á fjórðunginn af Happy Feet í gær og hún er unaður:D
Við sjáumst:D
Toodles

TMS

 
At 29/11/06 13:02, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ykkur svo innilega sammála stúlkur mínar! Prófatarnir eru afskaplega afkastamikill tími fyrir alls konar hluti sem einhverra hluta vegna fá að sitja á hakanum þangað til einmitt á þessum tíma hehe ;)

Svo lengi sm bækurnar fá sína athygli í bland held ég að við séum í góðum málum :D

 

Skrifa ummæli

<< Home