Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: "Þegar maður hefur tíma" ??

þriðjudagur, október 16, 2007

"Þegar maður hefur tíma" ??

Mamma - takk fyrir skemmtilega og notalega helgi með þér á Akureyri :) Ég setti ekki myndina inn á myndasíðuna!

Gunnar M. G. bróðir minn var að gefa út ljóðabók og hélt alveg hreint meiriháttar ljóðaupplestrarkvöld.

Kári og Karl frændur mínir fóru á helgarnámskeið í blústónlist hjá honum KK sem var á Norðurlandinu að spila hér og þar og alls staðar og var mér boðið á tónleika sem krakkar í tónlistarskóla Hrafnagils héldu með honum KK - sem söng og spilaði á munnhörpu með 5 hljómsveitum sem stofnaðar voru þessa helgi! Þar spiluðu frændur mínir á gítara og stóðu sig svo vel - eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að spila fyrir fullum sal af fólki. Alveg ótrúlega uppörvandi að sjá spilagleðina hjá þeim og það hvað hægt er að framkvæma ef viljinn er fyrir hendi og einskær áhuga á viðfangsefninu! Ég fór sko beint að gítarnum mínum þegar ég kom heim :D

Ég má svo til með að benda ykkur á bloggið hjá henni Olgu vinkonu minni, sem ég kynntist árið sem við leigðum saman í Klettastígnum...við náðum vel saman og ég fíla það sem hún pælir og það hvernig hún pælir alltaf á jákvæðan og uppbyggilegan hátt :)


Þó þessar málsgreinar virðist úr ólíkum áttum og ekkert sameiginlegt með þeim þá get ég dregið saman í lokin smá "boðskap" sem ég hugsa oft um. Ég vil meina það að maður verði að sinna sínum áhugamálum og hugðarefnum, alltaf - ekki bara "þegar maður hefur tíma". Í öllu þessu er að finna lífsneistann, það sem gerir dagana áhugaverða og spennandi. Maður á að hlúa að því sem maður hefur áhuga á en ekki láta dagana líða hjá í sinnu- og nennuleysi og bíða eftir rétta augnablikinu. Einn og einn "letidagur" í lagi, svona inn á milli. Þeir eru líka nauðsynlegir :)

Ég setti inn nokkrar myndir ;)

6 Comments:

At 17/10/07 13:43, Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr! Ég er hjartanlega sammála því að það er mikilvægt að sinna sínum áhugamálum og hugðarefnum - lífið verður fyllra og yndislegra og svo getur maður jafnvel gert lífið yndislegra og fyllra fyrir aðra eins og t.d. þið Stína munið gera fyrir mig í kvöld þegar "The 3 musketeers" sameinast á ný í Greifanum ;)

Stórt knús! Ég hlakka til að sjá þig.....

 
At 17/10/07 14:04, Blogger Ragga said...

Jey!!! Hlakka líka til að sjá þig í kvöld, það verður gaman að vera loksins 3 aftur á Akureyri :D Knúúús þangað til~

 
At 17/10/07 17:25, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gullið mitt. tlaði nú reyndar að blogga í gærkvöld, eða hringja en mekilegt nok steinsofnaði ég strax efir "mæðgurnar"! Horfðirðu á þær? Ertu búin að sjá bloggið hans Hólmgeirs,þarsem eru m.a. svo góðar myndir af ykkur frændsystkinunum saman? Já og talandi um myndir, takk elskan fyrir að setja inn myndir, þær ylja um hjartaræturnar, meir að segja hræðilega myndin af mér, he he! Ég læt þetta nægja í bili, því ég ætla að slá a þráðinn til þín sem snöggvast áður en þú ferð á Greifann. 1.000 bussi frá mömmu.

 
At 24/10/07 08:45, Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÞINN ELSKU "LITLA" EINKADÓTTIR MÍN. AÐ HUGSA SÉR AÐ FYRIR NÁKVÆMLEGA 23 ÁRUM VORUÐ ÞIÐ GUNNSI AÐ KOMA Í HEIMINN,´Á KVENNAFRÍDEGINUM!! HEYRUMST ´A EFTIR ELSKAN. ´VILTU GEFA GUNNSA STÓRT KNÚS FRÁ MÉR GULLIÐ MITT. 1.000.000. BUSSI TIL YKKAR FRÁ MÖMMU,SEM ER MEÐ YKKUR Í HJARTANU Í DAG EINS OG ALLA AÐRA DAGA.

 
At 24/10/07 13:34, Blogger Guðbjörg said...

Til hamingju með afmælið Ragnheiður okkar, kærar kveðjur á tvíbbann ;)
Knús frá okkur í Stífluselinu

 
At 25/10/07 00:01, Blogger Ragga said...

Takk elskuleg öllsömul, skila kveðjum til Tvíbbans míns :)

 

Skrifa ummæli

<< Home