Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Fer að styttast!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Fer að styttast!

Nú fer heldur betur að styttast í að ég haldi á vit ævintýranna þannig að mér datt í hug að skella inn einni færslu og segja ykkur í stuttu máli hvað það er sem ég er að fara að gera.

Í stuttu máli sagt þá sótti ég um að fá að vera þátttakandi í s.k. Snorra West prógrammi sem vinnur að því að styrkja tengslin á milli Vestur-Íslendinga og Íslendinga með því að senda hóp fólks ár hvert milli Kanada og Íslands - og var valin!! ásamt 7 öðrum og er því á leiðinni í 6 vikna ferð til Kanada þann 30. júní :D

Við munum skoða okkur um víðsvegar í Kanada, fara á ströndina, í verslunarmiðstöðvar, útihátíðir, kvikmyndahátíðir, synda í vötnum, verða bitin af moskítóflugum :/ (þær eru víst ansi skæðar, alla vega miðað við það sem einn ferðalangur frá Kanada sagði mér þegar hann kom í kaffi á Bláu Könnuna - hann sagði að strendurnar væru yndislegar í Kanada, en....það væri ekki hægt að njóta þeirra vegna moskítóflugnanna!!!) og margt, margt fleira.

8 fjölskyldur í einhverjum af minni bæjunum (t.d. Gimli) taka hver um sig eitt okkar að sér í 3 vikur og gera eitthvað skemmtilegt með okkur og þar fáum við líka "vinnu" virka daga frá 10-14 á daginn.

Seinustu vikuna tökum við þátt í hátíðarhöldunum sem eru ár hvert í tilefni Íslendingadagsins og þá er víst mikið glens og gaman! :)


Ég ætla að reyna að vera dugleg að segja ykkur frá ferðalaginu og setja inn myndir og ég vil endilega fá comment frá ykkur öllum...þá er svo miklu skemmtilegra að blogga ;)

19 Comments:

At 14/6/06 00:28, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ pæja, alltaf gaman að rekast á ný blogg! Vonandi verður ótrúlega gaman hjá þér í Kanada og ég kíki á bloggið til að sjá hvað þú ert að gera skemmtilegt ;-)

 
At 14/6/06 06:02, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ. Loksins rambaði ég inn á bloggsíðuna þína! Núna er klukkan 05:55 og mín er á næturvakt á bráðamóttöku LSH (að horfa á ER DVD, híhí enda búið að vera mjög róleg og þægileg vakt).
Ég fylgist með þér Ragnheiður mín úr fjarlægð ;)
Kveðja að sunnan....
Stephanie

 
At 14/6/06 19:01, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ var að kíkja í fyrsta sinn hérna inn flott síða ... hlakka til að fylgjast með í sumar

 
At 15/6/06 00:29, Blogger Ragga said...

Takk fyrir Andrea og já, það er lengi hægt að bæta við bloggi í blogghringinn!

Ert á ER og horfir á ER á ER..það verður gott að eiga þig að í neyð Stephanie, þú verður fær í allan sjó eftir þetta sumar! ;)

Það er gaman að vita af ykkur fylgjast með mér í sumar..ég skal reyna mitt besta að standa mig í stykkinu og færa ykkur nýjustu fréttir frá Kanada :)

 
At 15/6/06 04:43, Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér mjög vel í Kanada og keyptu þér eitthvað gott krem sem ver þig gegn bitum (moskíto) eða eitthvað svona after bite, ferlega gott að hafa það við höndina. Vertu svo dugleg að blogga þannig að maður getur fylgst með úr fjarlægð hér á klakanum.
Kveðja frá Vestmannaeyjunum, Hulda.

 
At 15/6/06 10:12, Blogger Ragga said...

Takk fyrir það Hulda :) Já..ég verð örugglega allan daginn að bera á mig sólarvörn, moskítóvörn, after sun, after bite (vissi ekki að það væri til!)!
Ég sendi sólarkveðjur á klakann og vona að það smiti e-ð frá sér :D

Hafðu það gott í Vestmannaeyjum, og svo verður ágústferð í Kjarna! ;)

 
At 15/6/06 13:34, Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha, foli, gaman að sjá að þú ert orðin bloggari.
Þess má til gamans geta að bekkjarsystir mín er að fara að taka þátt í þessu líka, snilld:D
Ásta heitir sú:)
Vona að þú skemmtir þér crazy;)
TMS

 
At 16/6/06 09:37, Blogger Ragga said...

raggadilla - bloggfoli..ekki spurning! Spurning hvort ég komist í hálfkvisti við TMS!;) En æfingin skapar meistarann :)

 
At 16/6/06 11:57, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ragga mín gaman að þú sért kominn með blogg síðu og einnig að þú sert að skella þér út til Kanada þótt ég verði nú með kögg í hálsinum við að sjá enga Ragnheiði þegar ég kem heim ;( en lýtum nú á björtu hliðannar í þessu máli sem er að þú kemur aftur ;) alltaf gaman að hafa e-ð til að hlakka til þegar maður verður mættur á klakkann enn góða ferð og hafðu það alveg rosalega gott þarna í Kananda ;) heyri í þér fljótt sæta mín !

 
At 18/6/06 02:25, Blogger Ragga said...

Já Lilja mín, það er óheppilegt að ég skuli fara rétt áður en þú kemur frá Hollandi! En 6 vikur verða ekki lengi að líða ;) Við heyrumst fljótlega :)

 
At 18/6/06 15:30, Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta þig áður en þú ferð út. Það er frábært að þú getir kíkt í afmælið til Vigfúsar.

 
At 18/6/06 17:40, Blogger Ragga said...

Ég hlakka líka mikið til að hitta þig og ykkur öll og fá að vera með Vigfúsi á afmælinu hans :) Ég heyri betur í þér áður en ég kem suður.

 
At 19/6/06 04:27, Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð

Mér var bent á síðuna þína og langaði bara að láta þig vita af Snorra West síðunni minni sem gæti svarað einhverjum spurningum sem þú kynnir að hafa.
Einnig eru þar reynslusögur og tenglar yfir á fullt af áhugaverðum síðum tengdum Nýja Íslandi, Manitoba og fleiru.

Góða ferð og til hamingju að hafa verið valin!

 
At 19/6/06 20:16, Blogger Ragga said...

Takk fyrir það Íris :) Það verður gaman að kíkja á síðurnar og sjá hvað ég á í vændum.

 
At 20/6/06 19:52, Anonymous Nafnlaus said...

Lýst vel á kjarnann í haust, góða skemmtun úti.

 
At 24/6/06 22:21, Blogger Ragga said...

Já Hulda, það er löngu orðið tímabært ;) Við veljum okkur góðan hauststilludag í kvöldsól.

 
At 29/6/06 12:07, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo ljosið mitt! Veit ekki hvort þetta tekst en reyni (mamma tölvuklaufi !!)Frabærar myndirnar af golfvellinum,og eg hlakka mikið til að fylgjast með ævintyrunum þinum i Kanada elsku Diljain min. Eg hringi svo i þig seinna i dag. 1000 bussi fra mömmu.

 
At 1/7/06 16:09, Blogger Ragga said...

Nu ertu a rettum stad mamma til ad kommenta, tannig ad eg held ad tu getir alveg haett ad kalla tig tolvuklaufa! :)

 
At 1/7/06 20:48, Anonymous Nafnlaus said...

Hallo gullið mitt. Gott að sja að þu ert komin heil a hufi til kanada. Vona að Clear Lake standist væntingarþinar, eg fylgist spennt með framhaldinu. I dag varði eg asamt hilmari her niðri öllum deginum a Hellisheiði, og fekk nyja syn a hana igönguferð i himnesku veðri (loksins). Lattu þer liða vel elskan, 1.000 bussi, þin mamma.

 

Skrifa ummæli

<< Home