Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Afmæli

laugardagur, október 27, 2007

Afmæli

Hæ elsku vinir og fjölskylda,
TAKK fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar á miðvikudaginn!
Datt í hug að setja inn eina "uppskrift" að afar fljótlegum og ódýrum "rétti" þegar þið eigið
grænmeti sem er á síðasta degi (brokkolí, blómkál, sveppir, laukur)
túnfisk í dós
kaldar soðnar kartöflur sem þið tímduð ekki að henda
-grænmetið skorið í bita, sett á pönnu við miðlungshita...fyrst laukur, svo hitt.
-Setjið svo kartöflurnar og túnfiskinn út í og kryddið með smá pipar og e.t.v. karrí
-Leyfið að sjatna pínustund saman á pönnunni
-Berið fram heitt með smá kurluðum fetaosti (ég hrærði bara með gafflinum í krukkubotninum)
Kom á óvart ;)
Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisdeginum og eitt video skot! :)

6 Comments:

At 29/10/07 07:59, Anonymous Nafnlaus said...

G�an daginn Gulli� mitt.Miki� eru ��r fallegar myndirna ��nar fr� afm�lisdeginum ykkar. Mig skortir or� til a� l�sa tilfinningunni. Eina sem �g sagt � morguns�ri� I LOVE YOU, og �g bi� a� heilsa ��num yndislegu vinkonum 1.000 og fleiri, I love you Gulli� mitt, �+in mamma.

 
At 29/10/07 08:06, Anonymous Nafnlaus said...

Halló aftur ljósið mitt. Annað hvort tölvan eða ég orðin vitlaus!!! Ég á enga skýringu??!!Ég hringi í þig seinna í dag, Þangað til, I LOVE YOU. Þín mamma

 
At 31/10/07 09:14, Blogger Agust said...

hæhæ
Innilega til hamingju með afmælið kæra vinkona :)
Kv Gústi

 
At 2/11/07 07:10, Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn Gullið mitt! Er að pakka niður síðustu hlutunum, og svíf svo á brott til minna heittelskuðu Færeyja, mikil er tilhlökkunin hjá mér! Ég vona að þér líki sendingin sem ég setti í póstinn til þín í gær elskan. Ég hringi kannski eitt lítið símtal frá Færeyjum, allavega kemur kort, og svo síðbúna færeyska afmælisgjöfin þín. Kysstu Gunnsa og Margréti frá mér elskan. I love you, 1.000 bussi, þín mamma.

 
At 2/11/07 18:02, Blogger Ragga said...

Ég var að spá mamma, ætli þú finnir jafnflottan regnstakk aftur eins og þann bleika sem þú gafst mér? ;) Hlakka til að fá kort! Það er bara tímaspursmál hvenær ég skelli mér.

Takk Gústi fyrir afmæliskveðjuna kæri vinur :)

 
At 16/11/07 22:33, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gullið mitt, og takk fyrir síðast í símanum áðan. Vona að þú hafir átt ánægjulega kvöldstund með vinkonunum. Ég sit og hlusta á minn gamla kollega Valdimar Bragason,á Útvarpi Suðurlands, ósköp ljúft!! Miklar pælingar hjá mér um hvernig þátt osfrv, þú veist... Góða nótt ljósið mitt, og sov godt. 1.000 bussi, þín mamma.

 

Skrifa ummæli

<< Home