Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: maí 2007

miðvikudagur, maí 09, 2007

Bara eitt einasta próf eftir !!!

Já, þetta er allt að hafast og mín sátt við sig. Vona að kennararnir sem fara yfir séu sammála ;)

Á föstudaginn er seinasta próf og á mánudaginn byrja ég í sumarvinnunni minni...í fyrsta skiptið verður hún á sjúkrahúsi! Bláa Kannan mín verður víst að vera án mín þetta sumarið - hugsa samt að ég reyni að fá að hella upp á kaffi einhverja daga eða dagsparta og fá smá sumar- og túrista stemningu :D

Nú hefst biðin endalausa eftir einkunnunum, ætla samt nú í ár að takmarka mig við einu sinni á dag að kíkja á netið til að athuga hvort eitthvað sé komið - gæti líka stofnað svona félag við bekkjarsystur sem virkar þannig að hver okkar kíkir einu sinni á dag, á mismunandi tímum, og sms-ar á hópinn ef eitthvað er komið !!

En mín kæru...sumarfrí framundan og mikil tilhlökkun hér á bæ!!
Vona að það sama gildi um ykkur :)