Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: september 2006

föstudagur, september 01, 2006

Að lokum...

Jæja öllsömul!

Nú er komið að því. Hér skiljast leiðir!

En bara í bloggheimum. Ég á eftir að hitta ykkur, heyra í ykkur og senda ykkur e-mail :D

Í stuttu máli var Kanadaferðin alveg aldeilis, meiriháttar mögnuð og erfitt að lýsa hversu góð hún var. Þessu góða fólki sem ég kynntist mun ég aldrei gleyma og ætla ég mér að halda sambandi við nokkra af þeim. Ég, og ég er viss um að hinir sem voru með mér í Snorra West verkefninu eru sammála, eignaðist eins konar "míní-heima" í Kanada og það er skrítin tilfinning!

Það að geta gengið um léttklæddur og frjálslegur allan daginn og allt kvöldið, fara á ströndina, fá mér "iced cappucino, with a little bit of hazelnut syrop", fara út að borða með vinum, dansa úti undir berum himni á torgi á reggí tónleikum í Gimli í góðra vina hópi, borða epli af eplatré, fara á tónlistarhátíð í æðislegu veðri, gista í húsi með strönd fyrir bakgarð og fara út í morgunsárið og dýfa tánum í vatnið í flæðarmálinu, spila póker með pókerfélögunum mínum þremur ;) og margt, margt fleira gerði þessa ferð að því sem hún var.

Eftir að ég kom heim er einnig margt búið að gerast. Ég fór í eina 13 klst langa fjallgöngu - frá Eyjafirði yfir Nýjabæjarfjall yfir í Skagafjörð - sem var bara draumur!! Dáldið erfið og krefjandi en maður gleymir því þegar maður er með skemmtilegu fólki í hóp eins og Randa frænda mínum, Dúnnu, Lilju frænku og fleiru góðu fólki í alveg meiriháttar veðri ALLAN tímann (þ.e. ekki dropi úr lofti eða neitt slíkt!). Eina sem ég fann fyrir daginn eftir, fyrir utan morgunstirðleika sem fór þegar ég var staðin upp, var risablaðra á hælnum! En góð að öðru leiti.

Síðan hef ég verið á fullu að flytja dót í nýju stúdentaíbúðina mína sem ég leigi með 3 öðrum indælum stelpum úr háskólanum :) Það er búið að ganga mjög vel með mikilli og góðri hjálp frá pabba mínum. Ég er búin að sofa 2 nætur og mér líst mjög vel á mig hér, er strax farið að líða vel. , geng út um allt (af því að við seldum Pontann okkar) og það er stutt í búð, skólann og sund...hvað annað þarf maður ;)

Jæja, þá ætla ég að segja þetta gott og þakka ykkur rosa vel fyrir samfylgdina :D Það væri gaman ef þið sem eruð enn að kíkja á þessa bloggsíðu mína mynduð öll kvitta í lokaskiptið ;)

Ég er að spá í að halda myndasíðunni gangandi og setja inn myndir af og til fyrir ykkur sem vilja aðeins fá innsýn inn í hvað ég er að gera. Slóðin er: