Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: mars 2008

föstudagur, mars 21, 2008

Letigír

Ég ákvað á þriðjudaginn að ég skyldi ekki fara í letigír um páskana...þ.e. að sofna seint og vakna seint og gera lítið...

...ætlaði samt ekki að fara í þann gír að sofna seint og vakna samt eldsnemma! eins og í morgun...

Fór samt að spá - ef maður fer ekki í smá letigír á hátíðisdögum til hátíðisbrigða, hvenær þá? Ekki alltaf sem maður fær svona langa helgi, sem er ekki vinnuhelgi og enginn lokaverkefnishittingur í bráð...á maður ekki bara að njóta þess ;)

Framundan er smá skokk í góða veðrinu, sturta, kjúklingur, bíó í kvöld...spurning hvort ég sæki kassa niður í geymslu og byrji að undirbúa flutning sem verður í lok maí, styttist! Flyt nú ekki langt samt, verð hjá honum pabba mínum í rúman mánuð og ætla að fá mér líkamlega erfiða útivinnu vs andlega erfiðu núverandi vinnuna mína - er búin að sækja um hjá sorphirðunni og komin á blað hjá aðalkarlinum ;) Hlakka til að prófa! Svo Interrail í 4 vikur :D og svo bara VEIT ÉG EKKI...þvílíkur seinagangur í mér, er varla búin að sækja um neins staðar, kannski af því að ég er s.s. ekkert smeyk um að fá ekki vinnu...virðist vanta alls staðar. Þetta kemur allt með kalda vatninu ;)

En fyrst, aðeins að kúra ;)

Ps: setti nokkrar nýjar myndir inn