Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Desember

laugardagur, desember 01, 2007

Desember

Já...það er kominn desember sem þýðir (NB í síðasta skiptið a.m.k. í bili):
PRÓFATÖRN framundan
sem þýðir: spinning, litlujól með skemmtilegu samstarfsmönnum mínum á geðdeildinni, aftur spinning (valdi mér rétta tímann til að fá æði fyrir því aftur), kvöldmatur með pabba mínum, margar pásur til að hlusta á "bara þetta lag" og "eeee...kannski þetta líka, þetta er svo gott" o.s.frv., lestur, göngutúr í "góða" veðrinu (hríðarbyljir í boði vetrarins), pásur til að lyfta pínu í fínu skólaræktinni - gott til að fá blóðið á hreyfingu eftir "heila" klukkutímasetu (hvert fór þolið sem ég hafði á fyrsta ári???), taka til nesti og brjóta saman þvott fyrir svefninn...
...en bíðið nú aldeilis hæg, hvað með lesturinn...gleymdi ég því? Neinei, hann er þarna einhvers staðar með :)
Jájá, þetta verður búið áður en ég veit af...því er nú verr og miður því einhvern veginn er þessi tími alltaf svo skemmtilegur, ég á svo sannarlega eftir að sakna hans því þetta er SÍÐASTA PRÓFATÖRNIN! ...alla vega í bili ;)
Og í dag kæru vinir er fyrsti desember sem þýðir það að það er 31 dagur eftir af árinu og um að gera að njóta þeirra, taka einn dag í einu og gera hann sérstakan að einhverju leiti. Ég ætla t.d. að kveikja á desember kertinu mínu, sem ég fékk að gjöf, í kvöld áður en ég fer að sofa og ekkert að skamma mig þó að ég fari aðeins lengra en 1. desember...því að ég veit að ég á eftir að gleyma mér og slökkva aðeins of seint ;) Þetta jafnast út seinna í mánuðinum þegar ég gleymi að kveikja á því einhvern daginn :)
Svo var meðleigjandinn minn svo góður að kynna mig fyrir hljómsveit - Antony & the Johnsons - í gærkvöldi, sem ég hef aldrei heyrt í áður og ég setti fyrsta lagið sem hann lét mig hlusta á hér á bloggsíðuna mína - ykkur á hægri hönd.
Hafið það gott í desember - Knús til ykkar allra~

13 Comments:

At 2/12/07 14:55, Blogger Unknown said...

Knús líka til baka til þín ! :)

Gangi þér vel í próflestrinum,
þú rúllar þessu upp að vanda!
-Og hey! Ég var að prufa spinning í fyrsta skiptið um daginn og ég er líka búin að vera mjög dugleg að fara síðan!! Wúhú!

Svo gaman að þú skulir vera í prófum því þá bloggaru!! Vei!

 
At 2/12/07 14:57, Blogger Unknown said...

E.s. Ljóðið undir myndinni er alveg frábært!

 
At 3/12/07 09:10, Blogger Ragga said...

Takk elsku Eva mín :)
Já, spinningið er algjör orkugjafi...fyrir orkubombur eins og okkur dugir ekkert minna!

 
At 3/12/07 14:40, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gullið mitt. Mikið fannst mér notalegt í gærkvöld eftir annasama helgi í "sociallífinu" að sjá að blogg var komið inn hjá þér, og að sjálfsögðu yndislega fallegt eins þau öll eru, og svo mikið þú!! Ég brosti líka blítt þegar ég sá sætu kommentin fá "litlu" Evu Lind æskuvinkonu þinni, Skilaðu 1.000 bussi til hennar frá mér, og ég fylgist alltaf með myndunum af litlu fjölskyldunni, Skarphéðinn mikið fallegur. Var að reyna að ná í þig áðan en þóttist nú vita að ekki svaraði í símann þinn sökum anna í dag fyrir stóra daginn á morgun!! Efþú hefur tíma seinna í dag eða í kvöld máttu gjarna slá stutt á þráðinn! 1.0000 bussi, þín mamma.

 
At 4/12/07 00:11, Anonymous Nafnlaus said...

Halló aftur Gullið mitt, og takk fyrir síðast í símanum áðan!Það var svo margt að segja á stuttum tíma að ég gleymdi alveg að segja þér að 4.des.(prófdagurinn þinn "í dag!) er merkilegur í okkar fjölskyldu. því langafi Þorgils fæddist þennan dag árið 1892 (dó árið 1975)!Birgir bróðir þinn var skírður þennan dag, 1971,þegar við Gilbert pabbi hans giftum okkur (einmitt vegna afmælis afa Þorgils)! Ég er viss um að þú sefur vært í nótt elskan og gengur vel í prófinu þínu á morgun. I love you,elskan, god nat,og sov godt. Heyri í þér á morgun.

 
At 4/12/07 18:53, Anonymous Nafnlaus said...

"taka einn dag í einu og gera hann sérstakan að einhverju leiti"

Takk fyrir áminninguna!

Gangi þér vel í prófunum! :)

Kv. Olga

 
At 5/12/07 10:56, Blogger Ragga said...

Það var lítið Olga mín og takk fyrir kveðjuna :)

 
At 6/12/07 14:45, Blogger Solla Gella said...

ég er einmitt að fara í fyrsta próf á morgun, en hvað segirðu... spinning, það hljómar vel, ég ætti kannski að prófa það :)
(ein alveg búin að missa einbeitinguna)

 
At 6/12/07 19:25, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ragnheiður mín.

Mikið er þetta flott síða hjá þér. Ég er búin að vera að lesa hér á síðunni þinni nokkrar færslur síðustu daga. Þetta er meiriháttar flott skrif hjá þér.

Gangi þér áfram rosalega vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Bestu kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson
http://www.valgeir.blog.is

 
At 6/12/07 20:49, Blogger Ragga said...

Já Solla gella mín, þegar þú ferð að "gúddera" spinningið þá ertu langt leidd ;) Gangið þér obbosslega vel á morgun.

Takk fyrir kveðjuna Valgeir og bestu kveðjur til þín sömuleiðis.

 
At 9/12/07 23:20, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka. Good to see that you are blogging ... Gangi þér vel í prófunum.
Kveðja Hólmgeir

 
At 10/12/07 10:24, Blogger Ragga said...

Hæ frændi minn, takk fyrir það ;)

 
At 10/12/07 21:40, Anonymous Nafnlaus said...

Halló Gullið mitt! Takk fyrir síðast í símanum í dag. Ég var að tala við Birgi rétt áðan (ég veit ekki hvort hann var búinn að segja þér að hann fer til Noregs á miðvikudaginn í skólann og verður í viku.Hann var að læra á fullu og sagði mér m.a. að hann hefði sent fyrir mig pakkana ykkar í morgun á sitthvort heimilisfangið, svo væntanlega bíður tilkynningin í póstkassanum þegar þú kemur heim úr prófin!! Vona að þú sofir vel í nótt elskan,og vaknir líka vel. Gute nacht und sclaf gut!! 1.000 bussi´, heyri í þér annað kvöld, þín mamma.

 

Skrifa ummæli

<< Home