Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Merkilegir hlutir gerast enn...

laugardagur, febrúar 09, 2008

Merkilegir hlutir gerast enn...

Já...það gerðist heldur betur merkilegur hlutur í dag.

Svo merkilegur að ég mátti til með að skrifa það hér niður og deila því með ykkur lesendum mínum.

Veit nú ekki hve merkilegur hann er á skalanum 1-10, læt ykkur eftir að dæma um það.

En alla vega þá var ég að vinna í dag á geðdeildinni og eins og oft í samræðum við fólk sem maður þekkir ekki vel leiddist talið m.a. að aldri þeirra sem þátttakendur voru í einu af þeim samtölum sem fram fóru milli okkar sem eyddum þessum fína degi saman. Ég segi satt og rétt frá því að ég sé 23 ára og hvað haldið þið að einn sjúklingurinn segi? "Bara 23 ára...en þú ert svo fullorðinsleg"

Já, merkilegt nokk í fyrsta skiptið á minni ævi, held ég að ég megi barasta fullyrða, heldur einhver að ég sé eldri en ég er! Og það var bara mjög skemmtileg tilbreyting þar sem það getur verið þreytandi til lengdar að heyra að ég sé svo ungleg. Sérstaklega þegar maður er í 4 ára háskólanámi og ætlar sér jafnvel að fara að vinna í starfi þar sem fólk þarf oft að treysta manni fyrir lífi sínu...hugsa að sumir séu tortryggnir á það við fyrstu sýn að unglamb eins og ég geti höndlað það, þó að ég hugsi nú að þegar það kynnist mér þá breytist sú skoðun - ekki skal dæma bókina eftir kápunni ;) Ég get nú ímyndað mér að margir unglæknar fái að heyra að fólk vilji tala við alvörulækni, það getur ekki verið skemmtilegt! En líklegast er þetta bara hluti af lífinu og starfsþróuninni. Bara bíta í það súra og láta það ekki á sig fá..hehe...jámm...

En skemmtilegt var þetta!

Annað í fréttum...var að klára 5 vikna verknámið mitt í gær - seinasta verknámstörnin í hjúkrunarnáminu! Nú verður allur kraftur lagður í verknámið og vinnuna, og ýmislegt fleira sem ég ætla mér að rækta eins og familíuna og vini, ítölskunámið (! já, var að byrja í ítölsku), kórinn og framtíðarplön !!!

3 upphrópunarmerki, og ekki einu einasta ofaukið. Það er nefnilega hausverkur út af fyrir sig því ég er eins og lauf í vindi með að taka einhverja ákvörðun. Ég er að hugsa um að sækja bara um vinnu og nám hér og þar og sjá hvað ég fæ - taka svo ákvörðun þegar þar að kemur, hvernig hljómar það? Ég ætla ekki að tala of mikið um möguleikana sem koma til greina því hver veit nema þeir verði allir foknir í veður og vind og nýir teknir við í kollinum á mér í vor!

Hafið það gott mín kæru :)

11 Comments:

At 10/2/08 23:42, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl dúllan mín!
Já merkilegir hlutir gerast enn! Hlakka til að sjá þig í skólanum á morgunn cara mia ;)

 
At 11/2/08 13:49, Anonymous Nafnlaus said...

Haha, já ég trúi því að þú hafir verið hlessa! En annars þetta með aldurinn, þá finnst mér persónulega þú bara líta út fyrir að vera jafn ung og þú ert, hvorki mikið yngri og ekkert eldri.. Blíðleg og tær röddin þín ruglar kannski fólk í ríminu og það heldur þig yngri..

En annars vildi ég varpa fram þeirri ágætu tillögu að þú komir í Reykjavíkina til starfa! Blikk blikk!! :D

Og spennó þetta með ítölskuna! Hún er svo falleg!!

koss

 
At 11/2/08 13:51, Anonymous Nafnlaus said...

haha.. fyndið.. ég er með eitt lag með Emilíu torrini núna á heilanum af því að efst stendur "Stephanie said.." það er í einu lagi með Emilíu.. hehe..

 
At 11/2/08 13:52, Anonymous Nafnlaus said...

e.s.
jeminn hún heitir nú reyndar emilíana ekki emilía..

 
At 11/2/08 20:28, Blogger Ragga said...

Nokkuð sleip í ítölskunni Stephanie ;)

Já, röddin...hugsa að hún sé barasta komin svona til að vera - get ómögulega breytt henni, finnst ég alltaf verða of ruddaleg ef ég beiti henni mikið!! Og Eva mín, þú ert svo sannarlega sterkt aðdráttarafl í Reykjavíkinni. Ég á örugglega einhvern tímann fljótlega eftir að koma, þetta púslast einhvern veginn saman...bara vonandi að þú verðir ekki flutt þá!

 
At 11/2/08 22:49, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Ragnheiðru mín.

Já það eru sko magnaðir hlutir sem gerast oft á geðdeildunum. Það veit ég því ég hef verið innlagður á geðdeild v/ veikinda minna. Það er gaman að spjalla við margt fólk sem þar er í það og það skiptið. Það er bara þannig sem það er.

Ég vona svo innilega að þú hafir það sem best fyrir norðan og allt gangi þér í haginn. Þú stendur þig rosalega vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.

Bestu kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson

 
At 12/2/08 08:21, Anonymous Nafnlaus said...

Bon jorno petit fullorðinslega Bambinið mitt, og takk fyrir síðast í símanum í gær mia Amore! Þér láðist alveg að geta þess að það væri komið nýtt blogg, og það sýnir líka að ég hef verið afskaplega lítið að opna tölvuna síðustu daga, því þín síða er nú eins og þú veist nánast undantekningalaust sú fyrsta sem ég skoða! Ég bíð spennt eftir framvindu mála hjá þér og tek svo sannarlega undir með Evu Lind "litlu fósturdóttur minni" að vonandi verður Stór-Reykjarvíkursvæðið fyrir valinu!!! Eigðu góðan dag mia cara. 1.000 bussi, þín mamma.

 
At 14/2/08 22:32, Blogger Ragga said...

Takk fyrir góðar kveðjur Valgeir og mamma :)

 
At 23/2/08 05:45, Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú ert ekki búin að kaupa ítölskubækurnar, þá á ég þær....;)

 
At 25/2/08 21:25, Blogger Ragga said...

Hæ Gunnhildur :) Takk fyrir rosa gott boð, ég er búin að kaupa bækurnar en ef þú átt rosa góðar glósur... ;) vona að þú hafir það rosa gott, sjáumst í skólanum á mánudaginn!

 
At 25/2/08 21:26, Blogger Ragga said...

Vá...3 rosa í litlu commenti! Getur verið að maður sé orðinn dáldið steiktur vegna lokaverkefnis, næturvakta...???

 

Skrifa ummæli

<< Home