Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: Letigír

föstudagur, mars 21, 2008

Letigír

Ég ákvað á þriðjudaginn að ég skyldi ekki fara í letigír um páskana...þ.e. að sofna seint og vakna seint og gera lítið...

...ætlaði samt ekki að fara í þann gír að sofna seint og vakna samt eldsnemma! eins og í morgun...

Fór samt að spá - ef maður fer ekki í smá letigír á hátíðisdögum til hátíðisbrigða, hvenær þá? Ekki alltaf sem maður fær svona langa helgi, sem er ekki vinnuhelgi og enginn lokaverkefnishittingur í bráð...á maður ekki bara að njóta þess ;)

Framundan er smá skokk í góða veðrinu, sturta, kjúklingur, bíó í kvöld...spurning hvort ég sæki kassa niður í geymslu og byrji að undirbúa flutning sem verður í lok maí, styttist! Flyt nú ekki langt samt, verð hjá honum pabba mínum í rúman mánuð og ætla að fá mér líkamlega erfiða útivinnu vs andlega erfiðu núverandi vinnuna mína - er búin að sækja um hjá sorphirðunni og komin á blað hjá aðalkarlinum ;) Hlakka til að prófa! Svo Interrail í 4 vikur :D og svo bara VEIT ÉG EKKI...þvílíkur seinagangur í mér, er varla búin að sækja um neins staðar, kannski af því að ég er s.s. ekkert smeyk um að fá ekki vinnu...virðist vanta alls staðar. Þetta kemur allt með kalda vatninu ;)

En fyrst, aðeins að kúra ;)

Ps: setti nokkrar nýjar myndir inn

5 Comments:

At 28/3/08 12:36, Blogger Unknown said...

Vonandi hafðiru það gott yfir páskana elsku yndislegasta mín!
Þetta verður nú greinilega meira sumarið hjá þér, gott í reynslubankann! En já svo er spurning með framhaldið! Þú veist hvað mig langar mest mest mest!! :D
En þú finnur örugglega góða og skynsama lausn..
Koss í bili frá okkur hérna á Eggertsgötunni.

 
At 2/4/08 19:29, Blogger Ragga said...

Ja...það er bara aldrei að vita hvað maður gerir... ;) Ég læt heyra í mér fljótlega. Knús til ykkar þangað til :*

 
At 12/4/08 14:42, Blogger Solla Gella said...

Auðvitað á maður að kúra vel til hátíðarbrigða :) Annars er maður nú vís til að vinna sér það upp þegar maður síst má við því...
Ég væri sko alveg til í smá kúr í þessum próflestri mínum :p

 
At 13/4/08 13:00, Blogger Ragga said...

Það er góð ábending! Að nota lægðirnar milli stormanna til að hlaða batteríin...svona svo maður missi ekki dampinn á lokasprettinum á önninni ;) Gangi þér vel! :)

 
At 3/7/08 11:14, Blogger Solla Gella said...

Ég krefst þess að þú farir að blogga aftur !!!
;)

 

Skrifa ummæli

<< Home