Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: mars 2007

föstudagur, mars 30, 2007

Litaskreyti seinna...lenti í tímaþröng! :Þ

Mér fannst nú ekki við hæfi að hafa þessa sjokk yfirlýsingu lengur þar sem veðrið var nú bara svona slæmt í einn dag...nú er það aðeins betra, búin að fá smá sólskin og hlýju sem smýgur inn í sál og hjörtu :D

Það er barasta nóg að gera í skólanum...ég kvarta alla vega ekki undan verkefnaskorti, það er víst! Skemmtileg helgi framundan með hópavinnu, X-factor kvöldi, afmælismat með pabba og tónleikum þar sem kórinn minn syngur nokkur lög. Svo nálgast páskarnir óðfluga, seinasti kennsludagur fyrir páska er á mánudaginn. Ekki verður þó frí frá lærdómi alla páskana :/ Það er töluvert eftir í lestri og ekki seinna vænna en að grynnka aðeins á bunkanum! Svo verður eitthvað um páskamatarboð og kannski eina bíóferð eða svo og sitthvað fleira gert svo ég fái smá afslöppunar og frí-tilfinningu fyrir lokasprettinn í skólanum ;)

Ég setti inn nokkrar myndir frá árshátíðinni sem var haldin um daginn, það var mjög gaman...góður matur og skemmtiatriði og síðan dansað með Páli Óskars. Mikið stuð!

Svo set ég inn nokkrar myndir frá í dag í hópaverkefnavinnunni við tækifæri ;)

Hafið það rosa gott!

fimmtudagur, mars 22, 2007

Detti mér nú allar... !

Ég er barasta í sjokki!

Þvílíkt og annað eins rokrassgat hélt ég ekki að Akureyri gæti orðið...

Þar skjátlaðist mér hrapallega !


Ég skellti mér í kvöldgöngu og heyrði nú alveg að það væri ennþá hvasst (eins og er búið að vera síðustu daga...) en ég hugsaði með mér að ég gæti bara farið í auka peysu og vindbuxur og verið klár í slaginn :)

En JI MINN EINI !! Ekki bjóst ég nú við því sem mætti mér á fyrstu skefunum...þvílíkt og annað eins rok hef ég nú barasta aldrei upplifað...það var varla stætt !! Og ekki var sandfokið til að bæta það, það var líkast sem skotið væri úr hríðskotabyssu :/ Ég var næstum því snúin við því ekki vildi ég verða stórslösuð fyrir einn göngutúr. En ég gat nú ekki hætt við núna, ég var búin að hlakka til í allan dag - þannig að ég hélt áfram.

Datt einu sinni þegar ég missti undan mér fæturna í einni hviðunni.
Hló mörgum sinnum að vangetu þyngdaraflsins til að halda mér á jörðinni :D
Hneykslaðist á rokinu með meðþolanda veðurofsans sem hneykslaðist á mér að vera á skemmtigöngu !

Svo var nú komið að lokaspottanum og eins og það væri nú ekki nóg að labba upp Þórunnarstrætisbrekkuna með allan vindinn í fangið - hvað haldið þið ??

Það byrjaði að rigna í þokkabót!!! :/ Og hvað höfum við þá? -> SLAGVEÐUR ojojoj...


Þetta var samt hressandi ;D

laugardagur, mars 17, 2007

HjálmafjörÉg ákvað það í skyndi að skella mér á tónleika með Hjálmum í gærkvöldi...og sá svo sannarlega ekki eftir því!


Rosalega eru þeir flottir!


Það var alveg meiriháttar að hlusta á þá, horfa og dansa :D ...ég var nefnilega svo heppin að hitta skemmtilegt fólk sem tók fyrsta skrefið út á dansgólfið og það fylgdi sko hópur á eftir og það var barasta dansað allan tímann. Þeir voru klappaðir 3x upp!

Enda erfitt að sitja í sætinu og dansa ekki undir Hjálma tónlist...ekki satt? :)

~og mig langar að læra afró dans! Ein þeirra sem ég hitti hefur verið í því og rosalega var gaman að dansa við hana...frjálslegheit í hámarki ;)

Merkilegt að ég skuli ekki vera búin að eignast geisladiskinn þeirra...það verður sko bætt úr því sem fyrst!

laugardagur, mars 10, 2007

Allar tegundir pesta að ganga…

...og því miður missti ég ekki af þeim :(
Fékk meira að segja 2 með vikumillibili - og tel ég það góðan skammt í bili og ætti það samkvæmt venju minni að gera mig stikkfría í nokkur ár !

Af hverju fær maður samviskubit yfir því að taka sér veikindadag og gera ekki neitt? Þó maður liggi í rúminu með hita og hroll og hósta! Af hverju ætli maður fari alltaf of snemma út aftur og verður aftur veikur og enn veikari? Af hverju ætli maður rembist við að nota tímann vel á meðan maður er veikur og klára verkefni?

Fékk samt smá spark í rassinn frá vini sem sagði mér að ég ætti nú please að reyna að slappa af…það minnkaði samviskubitið og gerði það að verkum að ég tók hálfan dag í að sofa og horfa á vídjó :)

En nóg um það!

Alltaf nóg að gera í skólanum...er samt nett róleg yfir því öllu – er nokkuð vit í öðru?

Þetta er svo róleg og góð helgi hjá mér, smá verkefnavinna (lognið á undan storminum!) í dag, göngutúr og bakaði mér rosa hollt, gott og fljótlegt fjölkorna, kókos- og rúsínuspeltbrauð…hljómar vel er það ekki ;) Svo ætla ég að hitta pabba á morgun í hádeginu og við ætlum að skella okkur á Bautann! Alltaf gott þar ;) Annað kvöld verður söngurinn, með kórnum mínum, allsráðandi – vonandi, það fer allt eftir því hvort röddin verði komin í lag :/ Kemur í ljós.

Ég set inn fáeinar myndir úr mörgum áttum.
Hafið það rosalega gott :D