Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: janúar 2007

mánudagur, janúar 08, 2007

Jæja gott fólk,
hvað syngur í ykkur svona eftir að jólin eru formlega búin? Allt gott vona ég :)

Sjálf er ég í skýjunum því ég er loksins búin með seinasta prófið!! Jey :) Það var rosalegur léttir að ganga út úr Oddfellow...og tölti ég léttfætt í Bónus til að versla og fylla á ísskápinn minn sem var farinn að tæmast þar sem ég eyddi ekki miklum tíma í búðarferðir meðfram prófalestri...nú ætla ég að elda mér kjúkling :) og dunda mér við það!

Jólin og áramótin voru yndisleg í faðmi fjölskyldu og vina. Ég missti reyndar tvær vinkonur mínar suður - og saknaði sárt - en þær ætla að vera hér í sumar hjá mér í staðinn! ;) Við héldum Litlu jólin okkar saman á laugardaginn og settum pakka undir pínupínulitla jólatréð hennar Stínu og það var ægilega krúttlegt :oÞ Stephanie samdi lítið jólalag sem heitir "Gleðilega Jólarest" sem verður gefið út um næstu jól! er það ekki??

Annars spilaði ég mikið um jólin...og mun sennilega seint toppa það! svo mikil var spilamennskan...og var sjaldan farið að sofa fyrir kl. 04!

Áramótaboð fyrir fjölskylduna var heima hjá pabba...19. áramótin í röð og hann stóð sig eins og hetja eins og vanalega með glæsilegri eldamennsku fyrir allan mannskapinn. Föðurbræður mínir sáu svo um flugeldasýninguna sem hefði sómað sig fínt ein og sér! Enda ákváðum við að taka bara eitt núll aftan af summunni þegar þeir fóru að reikna út heildarkostnaðinn!!! ;)

Nú er bara skóli á fullu...samt bara í eina viku því þá byrjar verknámið á fullu og ég þarf að rífa mig aftur úr nýendurfenginni rútínu og flytja mig suður á bóginn. 2ja vikna geðdeildarverknám og verður gott að hitta góða vini og fjölskyldu fyrir sunnan eftir erfiðan dag á vakt :) Ég kem sem sagt 19. janúar ;)

Ég set inn myndir við tækifæri,
hafið það gott þar til næst og við heyrumst.