Nemi með meiru Ragnheiður Diljá: ágúst 2006

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Stutt í bili

Jææææja!

Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan ég kom heim og ég hef ekki enn þá bloggað seinasta bloggið sem ég lofaði ykkur. Þetta er ekki það seinasta því ég er að fara að sofa, klukkan er orðin ansi margt. Ég ákvað í kvöld að setja inn myndir á myndasíðuna en byrjaði frekar seint á því og lenti í aðeins of oft í veseni (kannski af því að ég byrjaði svona seint á þessu öllu saman - þreytumistök!). En fyrst ég byrjaði á því þá varð ég nú að gera það svolítið almennilega en ég er ekki alveg búin að setja inn allar þær myndir sem mig langar að sýna ykkur...restin kemur seinna með lokablogginu - svanasöngnum - ...hmmm...ætla að fara að sofa núna áður en ég byrja að bulla!

Ps: þið þurfið ekkert að vera að kommenta hér, geymið það bara þangað til næst. Ég ætla að segja ykkur það núna, ég hef sagt það áður og segi ykkur það aftur næst, að ég er mjög ánægð með hversu dugleg þið hafið verið að kommenta hjá mér - þó ég hafi kannski ekki verið svakalega dugleg að blogga :)

föstudagur, ágúst 11, 2006

Seinasti dagurinn

Þessi vika hefur verið frekar furðuleg! Seinasti heili dagurinn okkar hér í Kanada er á morgun og á sunnudagsmorgun verð ég komin heim til Íslands eftir 6 vikna, ótrúlega skemmtilega dvöl hér í Kanada.

Íslendingadagurinn var seinasta mánudag og er helgin á undan hátíðarhelgi í Gimli og margt um manninn! Við vorum sjálfboðaliðar á golfmóti, dansleik, fórum í tívolí og höfðum það bara notalegt öll saman í Gimli. Við hittum nokkra Snorra þátttakendur (þeir sem fara frá Bandaríkjunum og Kanada til Íslands í svipuðum erindagjörðum og við) í grillveislu á sunnudeginum og þar bauð ég mig fram sem forseta Snorra/Snorra West þátttakenda félagsins! :) Sem þýðir að ég á eftir að vera viðloðin þetta prógramm lengur sem er bara fínt mál! Daginn eftir voru þau með okkur í skrúðgöngu ásamt fullt af öðru fólki...þar veifuðum við til alls fólksins sem að fylgjast með skrúðgöngunni ;)

Í kvöld buðum við nokkrum hingað heim til mín - Angie og Bailey kanadískum vinkonum mínum og Bergrúnu og Kristbjörgu Snorra West vinkonum mínum - í mat og póker spil. Síðan fórum við með litlu kanadísku vinkonum mínum Janessa og Carrigan og Laufey Snorra West þátttakanda í bátsferð. Kvöldið endaði svo með ferð í gamalt og yfirgefið "draugahús" sem var afar hryllilegt í dimmunni!! en mjög spennandi að ganga um það - við brugðum aðeins á leik eins og sjá má á myndunum ;D

Þegar ég kem heim ætla ég að skrifa lokapistil hér inn á heimasíðuna og setja inn myndir sem ég á eftir að setja inn. Þangað til set ég inn nokkrar til málamyndana og segi: Sjáumst bráðlega!!